Kæri Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra :-)
Ég skrifa til þín sem venjuleg stelpa sem langar til að fá svar við nokkrum spurningum. Þannig er að náinn aðili í fjölskyldu minni er orðinn það veikur að það verður að gera ráðstafanir svo hann sé ekki einn... í raun er hann að verða að litlu barni aftur, hann er kominn með Alzheimer. Hann stendur sem betur fer ekki einn, við hlið hans stendur móðir mín sem aldrei fyrr og er svo komið við sögu að hún er hætt að vinna. Dyrnar sem móðir mín hefur þurft að ganga á og baka upp á eru alveg hreint ótrúlegar, það er eins og þetta tryggingakerfi virki ekki almennilega hér á Íslandi, eins vestræn, þróuð og siðferðislega meðvituð um allt og allt og við erum. Þegar hann greindist með þennan sjúkdóm þá var engin ráðgjöf sem fylgdi í kjölfarið þar sem þeim var bent á hvað væri best að gera í stöðunni. Það er ekki fyrr en eftir lestur reynslusögu í bókaformi sem mamma mín uppgötvar að það verður að færa fjárhagslegt sjálfstæði hans yfir á mömmu
áður en hann gleymir hver hann er eða var og og þ.a.l. okkur öllum líka. Hvernig stendur á því? Af hverju er ekki einhver upplýsingamiðstöð fyrir þegna þessa lands, þar sem svona upplýsingar eru gefnar? Hvernig stendur á því að það er búið að búa til svona margar stofnanir og kerfi í kringum fólkið en ekkert fyrir fólkið? Ekkert sem leiðbeinir fóki hvert það skal leita eftr að eitthvað gerist og hver er réttur þess. Í dag var ég að ræða við skemmtilegt fólk og þar kom einmitt upp svipað dæmi, ekkja þáði lífeyrisgreiðslur úr sjóðnum sínum... en ef hún hefði afsalað sér sínum rétti og tekið út rétt mannsins síns (sem er látinn) fengi hún meiri pening... af hverju er engin hlutlaus aðili sem bendir fólki á svona hluti? Af hverju þarf fólk alltaf að ganga á sömu dyrnar? Þetta fólk á nóg með sitt, það verður að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og er oft ekki í stakk búið til að vera að berjast fyrir rétti sínum eða bara reyna að finna út hver þessi réttur er...
Ég væri alveg til í að sleppa einu sendiráði úti í hinum stóra heimi, ef það gagnast betur fólkinu mínu heima... bara uppástunga :-)
Bestu kveðjur,
Sigríður Hafdís
Afrit af bloggi þessu er sent á netfangið: postur@htr.stjr.is en þaðan á víst þetta bréf að rata til Jóns.. :-) Ég krosslegg lappir... :-)