Sonurinn orðinn stór... :-(
Átti langt og innilegt samtal við son minn í gærkvöldi, hann ætlaði að trítla upp í herbergi með skó í annari og tilhlökkun í hinni. Ég spurði hann hvort Jólasveinninn hefði komið og heimsótt hann um helgina þegar hann var hjá pabba sínum og sagði hann svo vera, hann fékk jólasleikjó frá honum :-þ Ég spurði hann hvort hann tryði á hann í alvurunni... hann varð undarlegur og sagði svo að hann vissi það ekki.. grunaði að hann væri ekki til og tjáði mér að hann hefði ætlað að setja gildru fyrir jólasveininn/mömmu sína. Hann hafði huxað sér að setja límband á gluggakarminn og ef það hefði verið rofið daginn eftir vissi hann að einhver hefði troðist í gegnum gluggan og laumað einhverju í skóinn hans... þegar maður spáir í þessu fyrirbæri er þetta bara pervertismi og öfuggaháttur af verstu gerð hvort eð er... svo það er eins gott að barnið mitt er ekki lengur skelfingu lostið, starandi á gluggann að bíða eftir að einhver ráðist inn...