Í gær...
færði sonur minn mér stóran vönd af túlípönum, þarf varla að spyrja að rómantíkinni þar... Í morgun er ég mætti í vinnuna þá beið okkar allra kvennana íþróttataska og boð í kaffi klukkan tíu. Þegar við komum á kaffistofuna beið okkar vínarbrauð og rauð rós. Þegar ég kem heim í kvöld mætir mér maðurinn minn, sem færir mér að öllum líkindum einhvern fallegan skartgrip, eða flugmiða á helgarferð í úglöndum. Ef hann gefur mér ekkert gef ég honum soldið... einn á´ann.