Seint getur maður í rassinn klipið...
Þótt rúm vika væri síðan minn elskulegi samýlingur ætti ammæli þá blygðuðumst við vinirnir og börnin okkar ekki og héldum smá ammælisveislu í gær, í glaða sólskyni og gleðisprengju mikilli. Humar á grillið, góðir vinir, hvítvín og endalaus hamingja... hvað er hægt að biðja um meira? Ég hafði pantað einn tólf strengja fyrir drenginn, sem er að vísu frekar dýr og flott gjöf... en Hey! Þetta er nú einu sinni Einsi :þ Við tókum öll þátt í þessu saman, held að strákarnir leggi einhvern fimmhundruðkall í þetta... bara sætt :þ Hreindýrið okkar þreif í síðasta sinn í morgun og leystum við hana út með hvítvíni og nuddolíu... mér fannst óþarfi að hún sé að koma og þrífa litla skítinn eftir mig og Einsa í sumar... ég huxa þó að fyrst mar er orðin svo góður vanur þá nenni mar ekki að fara að setja á sig gúmmíhanskana... enda þornar húðin svo upp ef mar dýfir henni í skúringavatnið. Finnst þetta líka bara svo ógesslegt :þ
Það styttist í Brúðkaupið... Bergle og Markús ætla að gifta sig á laugardaginn og spáin er ekki alveg nægilega þurr... :s Ef útitjaldið rignir niður þá verður bara tekin upp þjóðháíðarstemmning og hitað upp fyrir Eyjar... klassi yfir því, Berglind :-)
Einsi er að fara á Leiklistarhátíðina á eftir og kemur ekki fyrr en á laugardaginn aftur, fer þá strax í sparifötin og í brúðkaupið... daginn eftir er svo Köben. Alveg dæmigert að það spáir rigningu hér um helgina... OG svo þegar maður hefur vit á því að flýja land þá eldir þessi helvítis væta mann bara... djöfuls frekj´íessu... :Þ
Næ vonandi að setja inn myndir í kvöld... er með alveg helling að helv.. flottum myndum :-)
... Djöfull er gaman að blóta svona... :þ