Haugur...
... í dag er ég haugur, heima með hita og hálsbólgu. Ákvað að klára allt illt í heimi hér með því að skila snöggvast inn skattframtalinu mínu - sem reyndist ekkert vera eitthvað ,,snöggvast". Að díla við skattstjóra og bankastofnanir er eitthvað sem ég fæ herping í gyllinæðina við að gera - en samkv. afar alúðlegum manni hjá RSK slepp ég vel, íbúðin búin að hækka svo í verði á meðan við sofum að þótt vaxtabætur lækki eitthvað þá ætti ég bara að vera glöð.
... ég horfi með öfundaraugum á Gullu mína sem finnst bara gaman að sleikja á sér feldinn og láta snúllast við sig... hennar heimur hlýtur að vera awsome :þ