The King has arrived

Var að koma af þeirri stórskemmtilegu skemmtun hjá 7.ST í Ártúnsskóla - en sonurinn fékk það burðarhlutverk að leika kónginn... hann er yfirleitt alltaf sögumaður svo það var mikill spenningur í loftinu :þ Stóð sig eins og hetja og ekki nóg með það... hin ýmsustu skemmtiatriði voru á boðstólnum og var endað á Davíð Smára - ógó skemmtó :-) Alli var ekkert á því að láta taka mynd af sér með honum - né var hann á því að taka mynd af mér með honum.... alveg makalaust þegar börnin fá eigin vilja og skammast sín fyrir foreldrana... hehe..
Annars er Einsi líka að leika í kvöld í Kjallaranum - vona að allt hafi gengið vel þar .... veit reyndar að það gekk vel - enda úrvalls fólk á ferð :-)
Owell.. vona að Hornfirðingar séu búinir að jafna sig eftir ammlið hennar mömmu - óska ykkur góðrar helgar og vona að það fari nú að hlýna smá... djöfuls skítaveður úti allt í einu... grrr...