Skemmtileg þessi kostning á
kynþokkafyllstu konu landsins á Rás tvö í gær. Við vinnufélagarnir tókum okkur, af sjálfsögðu, saman og kusum hana
Dröfn okkar sem okkar fulltrúa.. og hún kom inn sem fimmta kynþokkafyllsta kona landsins. Ég samdi smá lýsingu um hana í tölvupósti áður en ég sendi inn mitt atkvæði, hvernig kynþokkin og glæsimennskan læki af hverjum fingri hennar og var það lesið upp á Rúv.. vúúúúú... Það er gaman að vera til á föstudögum :-) Fékk líka að hringja í kærastann hennar Höllu Dóru og ormast aðeins í honum í tilefni afmælis hans ... og af sjálfsögðu þess að það er konudagurinn á morgun. Han keypti spaugið okkar og var að fara á flugleiði til að ná í gjafakort til Akureyrar, hótel og 4ra rétta kvöldverður innifalið. Það var gaman.
Annars er ég svo upptekin af því að vera sæt og vinsæl að ég hef ekkert komist í það að blogga undanfarið.. ég sé ekki fram á að það breytist neitt svo ég verð að sætta mig við að blogga svona uþb einu sinni í viku. Þegar líf manns snýst um þá ákvörðun hvort mar eigi að setja í suðu eða dralon, hvað eigi að vera í matinn oþh þá er lítill tími til annars.