hið ótrúlega hefur gerst... ég hef haft spurnir af því að fólk hefur aksjúallý trúað færlslunni sem ég gerði hér að neðan... ég er n.b. ekki að fara í brjóstastækkun... enda var færslan gerð fyrsta apríl og þeir sem þekkja mig vita fullvel að ég er mjög ánægð með brjóstin mín ... allir vinir mínir líka :-) Hér er fullt hús af gestum og ekki sér fyrir endann á því... stuðið byrjaði í gær þegar Ragga og Hörður komu í mat og upphitun fyrir Violent Femmes... þeir eru bara ótrúlegir karlarnir... hvernig þeir fóru með hljóðfærin og fengu samt tóna út úr þeim... algerlega fyrir ofan mannlegan skilning... samt fyndið eitt... mar mætti á tónleikana og vissi ekki baun hvernig þeir litu út... rótararnir hefðu alveg eins getað byrjað og við ekki fattað neitt.... mönuðum Robba til að öskra ,,This monkey gone to heaven" á milli laga.. það var fyndið... Einsi er að fara í verslunarferð með Brynju hans Bubba á morgun... ég er ekki að meika það að kaupa föt handa mér sjálfri.. hvað þá að nenna að fara með honum og fata hann upp... þannig að Brynja bauðst til að taka hann að sér.. sem ég og þáði með þökkum... hún ætlar að fara með hann í Sautján og þar eiga þau áræðanlga eftir að fá rokkstjörnumeðferð... sitja bara og drekka kaffi meðan staffið snýst í kringum þau... hún er svo mikil perla að það hálfa væri nóg... annars er það skúrkur í íbúðaleit sem býður okkar... og ég verð að finna tíma á milli anna að sinna þessu blessaða leikfélagi sem ég tróð mér í... ætlum að gera skúrk í að koma gamla skólanum mínum í leikhúshæft ástand... það verður stuð enda bara skemmtilegt lið sem er þar á ferð :-) svo er ég ekki búin að sinna tánögunum mínum nægilega vel.. gamal nagglalakk á þeim og allt í kless... ætla að gera skúrk í þeim málum akkúrat... núna....
Já, og bæ þe veij... Gleðilegt sumar allir saman.. og takk fyrir veturinn.... hann var góður ...