Djíses....
... þetta er allt of stórt hús... veit ekki hvað við komum til með að fylla það með... nema ef vera skyldi af hamingju ... þetta er allt að koma, mikið búið að mála og Gummi Palli á fullu að parketleggja ... við erum að vonast til að geta flutt á sunnudaginn en mig barasta langar svo mikið að kíkja aðeins út annaðkvöld. Hef ekki sett á mig andlit í marga marga daga og ekki farið í almennileg föt í allt of langan tíma... er búin að týna minni innri ,,konu" og farin að finna harkalega fyrir mínum innri iðnaðarmanni... mínus pípulagningarskoran :-)
Hvað á mar svo að kjósa á morgun? Brjálæðinginn, Jólasveininn eða Grísinn?