Afmæli, afmæli...
Elskulegur sambýlingur minn er 31 árs í dag, hann hefur glatt mig og mína með nærveru sinni í mörg mörg ár og veit ég ekki hvernig lífið væri án hans :-) Óska ég honum innilega til hamingju með daginn og vonast til að fá að njóta hans um ókomna framtíð. Af öðrum afmælisfréttum er það að frétta að Svandís er kominn með gjöf í hendurnar sem hún ætlar að opna á morgun og Ásta hélt upp á sitt afmæli á laugard.kv. með tilheyrandi blindafylleríi og látum. Við Spúnkhildur og makar vorum þar fremst í flokki og þar sem Leonsí var svona dýr þá tók ég bara einhver þann mest sexý dans sem sést hefur ... eða það fannst mér... ;þ Svo er bara tæp vika í afhendingu svo það var ágætt að rasa dulítið út núna því það verður ekkert djamm fyrr en innflutningspartý er haldið... nánar að því seinna...