Rómantík með öl í annari...
Við hjónakornin ákváðum að bregða okkur í lautarferð í gær í góðviðrinu. Ég nestaði okkur upp með salati, súkkulaði og af sjálfsögðu bjór, því við erum nú meiri rokkarar en vinstri græn svo það varð að vera jafnvægi þarna á milli. Við röltum af stað til að skoða nýjasta nágrenni okkar, L-iðaárdalinn... hann kom mér mikið á óvart, enda hafði ég ekki búist við miklu.. malbik og gervigras... ég hefði ekki orðið hissa þótt herðatré hefðu blasað við hér og þar. Neinei, aldeilis ekki. Náttúran skaust beint í æð og fossar hér og þar.. trjágróður mikill og aldeilis gaman að hafa svona stað í túnfætinum... þetta var alveg frábært og gaman að gera eitthvað svona spontant... hætta bara með kjötbollur á miðvikudögum og allt það :þ
10 dagar í Menningarnótt = 10 dagar af geðheilbrigði eftir... hætti að reykja þá. God help os ol... En á móti kemur að það eru bara 9 dagar í að Alliskralli komi heim og rúm vika í að Alex Skúli komi í menninguna :-)