Fimm dagar í alsæluna :-)
Jæja, þá er að líða að því.. ekki nóg með að við höfum splæst á okkur nýrri íbúð, nýjum gólfefnum og ég veit ekki hvað og hvað... eru ekki bara ástarfuglarnir að fljúga á Costa Del Sol eftir fimm daga... Dúdúdúdúdúdú... þar verður legið á ströndinni og sopið kálið því það er komið í ausuna :-) Ég hef ekki bloggað mikið undandarið, því það er ekkert gaman að blogga um fúgur, tiltektir, húsgagnakaup og svona veraldlega hluti... hafði hinsvegar huxað mér að skrifa dulítið frá Spáni, enda lendir maður líklega stanslaust í ævintýrum þar sem gaman er að skrifa um :-) Þangað til þá... adios...