Áhugaverð ferð til Egilsstaða að baki, ég fékk að knúsa og kjammsa á drengnum mínum og líður bara alveg frábærlega eftir það :-) Merkilegt hvað maður sefur alltaf vel á þessum stöðum, það er svo djúp þögnin að maður leggst bara í coma... Helgin framundn ætlar að verða blaut í meira lagi, ég er að bjóða vinnufélögunum heim undir því yfirskyni að bjóða þeim í mat, en í rauninni er ég bara að fá þær í Karoký-keppni við okkur Einsa... laugardagurinn er undirlagður í fimmtugsafmæli og glaum og gleði... eins gott að nota sér huxanlega síðasta sjéns til að djamma áður en þetta verkfall leysist...
Svo er það bara að sjá hvort grenjuskjóðan fari heim grenjandi í kvöld í America's Next Top Model ... gerði að vísu þau afdrifaríku mistök að gúgle þetta... rakst þá á síðuna þar sem fram kemur hver það er sem vann keppnina.... oohhh.... >:-(