Almáttugur...
... hvað þetta er viðbjóðslega ömurlegur dagur. Klikkunin í vinnunni er ekki fyrir hvíta konu, kerfislegan hjá Skýrr ennþá verri og ekkert gengur eins og á að ganga. Gaf skít í allt og tók mér frí e. hádegi til að slaka á og jólast eitthvað, ætlaði rétt að kíkja í bankann og fá tilboð í tryggingarnar og klíkti til þjónustufulltrúans míns í leiðinni... hefði alveg eins getað fláð mig sjálfa lifandi með ostaskera.... ég var semsé að koma heim og er bjálaðri í geðinu en ever bífor... það er einhvernveginn þannig að bankinn étur úr manni allt geð, gleði og allt sem jákvætt er... það er bara þannig... eina lindin sem ég hafði að drekka úr í þessari viðbjóðseyðimörk var hún Heiða mín
Skúla sem var svo góð að gefa mér samúðarklapp á kollinn... enda vinnur hún þarna og þarf áðæðanlega alltaf áfallahjálp þegar hún kemur heim... ;-)
Alltaf finnur hún Pollýanna eitthvað til að gleðjast yfir (enda er hún ekki fjárráða og gerir bara það sem hana langar til-eða var það Lína?) en ég fann heildverslun sem leysti á mjög sniðugann hátt jólagjafakræsesinn sem ég var búin að klúðra mig í... þessi lausn kom skemmtilega á óvart... sey nó mor, því ég veit að mamma og Fríða eru að lesa... Já, svo fórum við Alli til sérfræðings í heila og taugasjúkdómum, í endurkomu... og allt gott að frétta þaðan... mamman þarf bara að fara að laumast í róandi lyfin sem barnið er á... he he he ...