Og þá að öðrum fréttum...
Þá er Jórókrappið búið og vonandi kemur það aldrei aftur. Getum við ekki bara fundið einhverja aðra kjánakeppni til að taka þátt í? Er ekki keppt í Jeppagræðgi eða Lífsgæðakapphlaupi? Hvernig væri ef við kepptum hreinlega í stjórnmálalygum og sendum Ingibjörgu Sólrúnu bara sem okkar fulltrúa??? Hún gæti í leiðinni tekið þátt í einhverri pókerkeppninni með þessu andliti? Mér finnst stórfenglegt að þetta stjórnmálakvendi skyldi hafa unnið.. og það með svona miklum yfirburðum... það segir mér að minni samfylkingarmanna sé hreinlega að hverfa, eða kannski finnst þeim allt í lagi að hafa formann sem lýgur upp í opið geðið á landanum... og lætur sér ekki einu sinni eitt sinn duga... Nú er ég hrædd um að þeim vaxi svo mikið smjör í dall að þau aksjúallý ná huxanlega að fella ríkistjórnina... dauði og djöfull mun þá smyrjast á okkur smáborgarana sem ekki erum öryrkjar, aumingjar eða eitthvað annað verra. Ekki það að ég sé fylgjandi þessari ríkistjórn, alls alls ekki... hún hefur nú kúkað í flest horn og ætti að fara að drífa sig eitthvað annað.... er bara ekki til í vinstrisveiflu í kjölfarið... Æji... ef það er ekki eitt þá er það annað... best að skrifa um eitthvað annað. Mamma átti bissý helgi, ég bauð henni út að borða á föstudagskvöldinu en hún er svo ódýr í rekstri þessi elska að hún vildi bara Kentökký. Svo fórum við í leikhús að sjá karlinn minn brillera í Steindóri ásamt öðrum, daginn eftir fórum við í Kringlunna að versla föt á kerlu og ég fann hárkollur á mig og karlpjéninginn minn. Síðan var mömmu boðið í Júróvisjónpartý, eða dinnerboð hjá Eiríku og Steingrími, en þau höfðu akkúrat boðið afa og ömmu hans líka... svo gamla fólkið gæti spjallað saman um gamla tíma ossona... það heppnaðist að sögn mömmu vel. Okkur var aftur á móti boðið til vinnuveitanda Einsa sem eru alltaf með þetta árlega fyllerý og óvissuferð fyrir staffið um daginn. Það var fínt... en mar fann alveg að það var ekkert mikið verið að fylgjast með, enda klúðraðist þetta hjá Selmu minni og co. :-( Þá var bara meira drukkið... og það náttlega endaði með vitleysu og látum... en það var gaman. Svo útskrifaðist kerlingin af spítalanum og er komin á Rauðakrosshótelið á mánudaginn svo næsta skref er bara Reykjalundur. Mamma ætlar að fara austur bráðlega að heilsa upp á karlinn sinn... en hann er bara orðinn svo rosalega slæmur af Alsheimer, elsku karlinn... hefur farið svo aftur eftir að mamma veiktist... æji, það er ekkert hægt annað en að vona það besta :-) Er ekki alltaf verið að finna upp ný og ný lyf?