Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:

  • desember 2009
  • nóvember 2009
  • september 2009
  • ágúst 2009
  • júlí 2009
  • maí 2009
  • apríl 2009
  • mars 2009
  • febrúar 2009
  • janúar 2009
  • desember 2008
  • nóvember 2008
  • október 2008
  • september 2008
  • ágúst 2008
  • júlí 2008
  • júní 2008
  • maí 2008
  • apríl 2008
  • mars 2008
  • febrúar 2008
  • janúar 2008
  • desember 2007
  • nóvember 2007
  • október 2007
  • september 2007
  • ágúst 2007
  • júlí 2007
  • júní 2007
  • maí 2007
  • apríl 2007
  • mars 2007
  • febrúar 2007
  • janúar 2007
  • desember 2006
  • nóvember 2006
  • október 2006
  • september 2006
  • ágúst 2006
  • júlí 2006
  • júní 2006
  • maí 2006
  • apríl 2006
  • mars 2006
  • febrúar 2006
  • janúar 2006
  • desember 2005
  • nóvember 2005
  • október 2005
  • september 2005
  • ágúst 2005
  • júlí 2005
  • júní 2005
  • maí 2005
  • apríl 2005
  • mars 2005
  • febrúar 2005
  • janúar 2005
  • desember 2004
  • nóvember 2004
  • október 2004
  • september 2004
  • ágúst 2004
  • júlí 2004
  • júní 2004
  • maí 2004
  • apríl 2004
  • mars 2004
  • febrúar 2004
  • janúar 2004
  • desember 2003
  • nóvember 2003
  • október 2003
  • september 2003
  • ágúst 2003
  • júlí 2003
  • júní 2003
  • maí 2003
  • apríl 2003
  • mars 2003
  • febrúar 2003
  • janúar 2003

     

    

 


þriðjudagur, apríl 26

Get bara ekki orða bundist! 

Ég er ekki manneskja sem hef gaman af því að narta í bakið á öðru fólki... enda er ég ekki að fara að tala um neitt annað en að rekja staðreyndir og hvað annað fólk hefur gert. Þegar mamma er útskrifuð frá gjörgæsludeildinni þá hringir hún í Þorgeir, son hans Kolla til að athuga hvenær Kolli kæmi til Reykjavíkur til að hitta hana. Þorgeir tilkynnir mömmu í þessu símatli að pabbi hans eigi engan pening og að þau systkynin hafi ákveðið að taka fjárræðið sem mamma hafði yfir Kolla. Kolli hefur verið alsheimersjúklingur í mörg ár og því hefur mamma séð um fjárhagslegu hliðina á heimilishaldinu, auk þess að hafa séð um að gefa út reikninga ofl. fyrir Kolla hönd þegar hann var ennþá að vinna. Hvað um það... mamma fer náttlega í sjokk enda eru þetta engar kveðjur sem nenn maður vill fá þegar hann er að skríða af gjörgæsludeildinni og vill fá að sjá makann sinn. Þá kemur í ljós að þau eru búin að fá Kolla til að skrifa undir plagg þess efnis að mamma eigi ekki lengur að vera með fjárráðin hans á sinni könnu, heldur þau sjálf. Kolli skrifar undir hvað sem er hvenær sem er enda er hann orðinn það slæmur af veikindum sínum að það er spurning hvort hann viti hvaða dagur er í dag. Þau mættu upp í banka fyrir helgi og lokuðu öllum reikningum á Kolla nafni og færðu hans viðskipti frá Höfn... á ég að halda áfram? Er þetta alveg eðlileg hegðun? Það nýjasta sem mamma var að heyra var að þau eru búin að færa póstfangið hans Kolla austur í Garð, þar sem þau búa svo allur póstur fer ekki einu sinni upp á Dvalarheimili til hans.
Þegar mamma lá fyrir dauðanum á sunnudeginum 20. mars þá talaði ég við Elínu dóttir hans Kolla því okkur fannst svo mikilvægt að Kolli fengi að koma til Reykjavíkur til að sjá mömmu og vera við hlið hennar ef hún kveddi þessa jarðvist. Hennar mesta áhyggjuefni var hver ætti að sjá um Kolla á meðan á dvöl hans stæði hér, ég sagði að þau væru hvort eð er alltaf hjá okkur svo ég er alveg til í að vera með hann. Þá hafði hún svo miklar áhyggjur af því hver ætti að borga flugfarið... ég varð svo hissa og sagði henni að ég tæki ekki þátt í svona samtali, eða pælingum... ef þetta væri eitthvað mikið mál þá væri ég ekkert að horfa í einhvern svona smápening. Þótti reyndar óhugnanlegt að ræða um eitthvað svona... ,,Hann hlýtur að vera borgunarmaður sjálfur fyrir flugfarinu" segir Elín þá. Um kvöldið hringdi hitt systkynið og var það ekki til að lýsa yfir hluttekningu eða athuga hvað þau gætu gert í stöðunni. Samtalið endaði þannig að ég skellti á Þorgeir með þeim orðum að ég treysti mér ekki til að taka við meiri skít í andlitið.. hann yrði að tala við Fríðu systur mína því ég þoldi ekki meira. Með þeim orðum skellti ég á hann og hef ekki talað við þau systkin síðan. Þeirra útspil í þessari stöðu er semsé að halda Kolla algerlega frá mömmu, enda er hún ekkert annað en blóðsuga í þeirra augum. Persónulega trúi ég ekki öðru en að svona fólk fái það sem þau eiga skilið og maður verður að trúa að réttlætið sigri að lokum... það er ekkert annað hægt. Það er bara leiðinlegt að mamma skyldi þurfa að lenda í þeim... hún á það ekkert skilið, né Kolla karlinn sem bíður og bíður eftir að fá að hitta mömmu. Ég er svo rosalega reið út í þetta skítap... að það hálfa væri hellingur. Eins er ég hissa á öllum börnum þeirra að þau skyldu láta sína foreldra vaða uppi í villu og rugli með afa þeirra... en samt... þetta fólk hefur lítið sem ekkert viljað vita af Kolla og hans veikinudum... veit ekki af hverju ég er hissa... er bara leið... og rosalega reið.

Comments: Skrifa ummæli