Oggupínsu...
litlir erum við Íslendingar... þriðja spurningin sem fréttamaður RÚV hafði til kollega síns sem staddur er í New Orleand var; ,,nú ert þú búinn að vera að labba um franska hverfið í dag, hefur þú hitt einhverja Íslendinga eða einhverja sem eiga rætur að rekja til Íslands" ... mikið skellti ég upp úr þegar ég heyrði þetta. Hláturinn varð hinsvegar taugaveiklaður þegar ég heyrði fréttamanninn svara að reyndar hefði hann hitt einhverja konu sem er hálfur Íslendingur, nafngreindi hana og hún vildi koma þeim skilaboðum ,,heim" að hún væri heil á húfi... jahérnahér ... þetta var fyndið <:-)