Jæja, sæja...
Jeminn hvað þetta var bissý, róleg, yfirveguð og óróleg helgi. Við afrekuðum eitt 25.ára ammli, eitt 30.ára og eitt barnaammli, bröns hjá okkur með Tengdó og Ottu, pókermarathon... úfff... Ég er svo að fara með drenginn minn í áframhaldandi áfallahjálp á eftir því honum hefur farið aftur og vill ekki vera einn heima, sem er ekki nægilega gott þegar hann býr með svona félagsfólki eins og okkur :-/ Ég hef heyrt það útundan mér að fólk hafi ekki alveg fattað hvað gekk á hjá okkur þegar drulludelurinn (nafn og heimilisfang á honum fæst með einu símtali til mín) gekk í skrokk á húshjálpinni minni og skal því snarlega kippt í liðinn hér með. Málið er einfaldlega að húshjálpin mín hætti með þessum manni og hefur hann stolkað hana alveg síðan, glataður alveg hreint :-/ Svo vissi hann að hún var að þrífa hjá okkur þarna á fimmtudagsmorguninn, bankar upp á, Alli fer til dyra og hann spyr um húshjálpina, Alli kallar á hana og heldur áfram að horfa á Simpson í rólegheitum... það næsta sem Alli heyrir er að hún öskrar á hjálp og biður Alla um að hringja á lögregluna, Alli hleypur að og sér þá karlhelvítið rífandi í hárið á henni á meðan hann ber hana með hinni hendinni og sparkar. Alli frýs en nær til að hlaupa upp á efra bað, læsir sig þar inni en vill hjálpa húshjálpinni auk þess sem hann er dauðhræddur við að hann sé barinn næstur, eða jafnvel drepinn...svo hann skríður út á þak og þaðan yfir í næstu íbúð (við erum að tala um 4.hæðir niður, gott fólk)og hringir þaðan á lögreglu og mömmusín. Húshjálpin blóðug og í rifnum fötum og í dag á víst að taka fyrir nálgunarbann á þessum karlpungi... Helvítið var farið þegar ég kom að, sem er kannski eins gott því annars væri ég líklegast í gæsluvarðhaldi því ekkert stendur hjarta manns nærri en barnið manns... ef ég næ einhverntímann í útglennt rassgatið á þessu karlhelviti þá er ég ekki til viðtals meira.
Þar með kom útskýring á þessu og ég eyði skylyrðislaust út öllum kommentum sem eru mér ekki að skapi, því ekkert getur afsakað svona helvítis yfirgang og brennimerkingar í sálu saklauss barns :-/