Gúdbæj prescjos Hlíðartún :-)
Löng og frekar strembin helgi að baki, við Alli fórum strax eftir vinnu á föstudaginn austur á Höfn því nú skyldi sú gamla flutt yfir í húsnæði sem hentar henni betur og er miklu nær Kolla. Einsi kom á eftir með mömmu sinni og Svandísi vinkonu hennar en þær voru að koma frá Grikklandi og því þreyttar eftir langt ferðalag :-/ Sauðfénu í suðursveit fækkaði um eina rolluskömm sem kunni ekki nægilega vel umferðarreglurnar, en hún sinnti ekki flauti Einars né bremsuóhljóðum og starði beint með glyrnunum sínum á bílljósin nálgast. . . af sjálfsögðu sýndi maðurinn minn snilldar ökutakta og tókst að koma i veg fyrir að hún kæmi þeim í bílveltu en hún lét sér nægja að koma þeim út af . . .djöfuls rollupakk. Löggan tjáði þeim að tryggingarnar coveruðu þetta, en daginn eftir komumst við að því að tryggingarnar covera fjárans rolluna til bóndans... ekki skemmdirnar á bílnum! Spáiðíssu... Finnst að allir bændur ættu að bera ábyrgð á sínum fjárans rollum. . . og fyrst trygginarnar okkar covera helvítis rolluna, má mar þá ekki eiga hræið? Owell... ef það var ein rolla á grilli hjá Einsa þá var önnur í potti sem beið þeirra þegar þau loks komu í Hlíðartúnið, en mammsa hafði eldað kjötsúpu sem rann ljúflega niður undir baktali um íslenskt sauðfé og íslenska sauðfjárbændur. Laugardagurinn var tekinn snemma og kerla flutt á einhverjum fjórum tímum :-) Strákarnir í vöruafgreiðslunni eru alltaf svo miklir öðlingar og hjálpuðu okkur . . . veit ekki hvað mamma gerði ef hún hefði ekki þessa gæðamenn til að aðstoða sig við allt og allt :-) Kerlu var semsé komið inn á mettíma, ljós tengd og Heiðrún kom með pönnsur handa mannskapnum :-) Alli staðhæfði að við keyptum alltaf ís í í Hafnarbúðinni á laugardögum þegar við erum á Höfn svo ég stökk og gladdi margan mallakútinn með því líka :-) Á sunnudeginum kíktum við á Kolla, en hann fattaði alveg hver við vorum eftir smá stund og var agalega sætur og glaður... alltaf svo ógurlega mikið krútt og ljúfmenni :-) Svo brunuðum við (kannski í síðasta sinn) upp í Hlíðartún og tókum aðeins á eldhúsinu með mömmu og komum heim í gær, það seig svolítið í bílinn á leiðinni í bæinn því hann var svo hlaðinn af drasli sem mamma var að losa sig við og dót sem ég var að finna heima (m.a. bréf úr Skógaskóla... komst í gull og gersemar, Kollý ...hahhah...). Ótrúlega var gaman að getað hjálpað þeirri gömlu og ég er ennþá oft á dag agndofa yfir kraftinum í henni . . . Hvað um það... hér eru
myndir, gjöriðsvovel :-) Og munið . . . sauðfé á ekki heima á grillum, bara í pottum!