Tilviljun?
Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst það vera undarleg tilviljun að Olíufélagið sé að lækka olíuverð á sama tíma og sjálfstæðisflokkurinn er að tuða á landsfundinum um einkavæðingu of fleira leiðinlegt... er verið að byggja upp gleði í þjóðfélaginu svo þessi ömurlegi lansfundur sé aðeins bærilegri . . . svo við tökum ekki eftir öllu þessu asnalega sem þeir eru að leggja til á honum? Er sjálfstæðisflokkurinn að kalla inn einhverja greiða hjá Olíufélaginu og láta þá lækka elsneytisverðið? Af hverju er það bara þetta félag sem er að lækka hjá sér verðið? Getur háttsettur stjórnmálamaður verið giftur einum af toppnum í olíugeiranum og verið fylgin sér? Og átt enhverja greiða inni eða góða vini? Tilviljun? Ja . . . mar spyr sig . . .