Hvísl í ljósi....
Við hjónaleysin erum að leikstússast smá, ég er að hvísla fyrir
LH og líst ljómandi á þeirra næsta verkefni, alltaf gaman að sjá Tolla fara á kostum eins og ætíð :-) Einsi er aftur á móti í Djúpum, því hann er að ljósamannast eitthvað hjá Alþýðurleikhúsinu eða eitthvað solleis . . . ég bendi á að eftir að hann var að ljósast uppi hjá Alex Skúla um síðustu helgi þá deyr ljósið í gestaherberginu og inni hjá Alla þegar Alex Skúli fer að sofa... hósthóst... en ég efast ekki um að þetta eigi eftir að reddast og ganga ljómandi vel, að alízlenskum sið :-) Hvað um það... komin hálf vinnuvika og mar ekkert búinn að blogga og jólin að koma og við að fara út eftir smá... þetta er nú meira...