Held það sé hverjum manni hollt....
... að vakna á hverjum morgni, í faðmlögum við elskuna sína og byrja hvern dag á ástaroðum
... að slaka aðeins á í jólagjafaútfríkinu, gefa ekki öllum fimmþúsundkrónagjöf...
... að prófa að sjá heiminn með augu barna, ganga smá á hnjám sér og sjá allt frá öðru sjónarhorni
... að prufa að smæla framan í bilstjórann sem svínaði á þig í umferðinni og athuga hvort hann skammist sín ekki soldið við það
... að hrósa meira
... að eyða meiri "quality-time" með börnunum sínum, þessar stundir koma aldrei aftur
... að hlæja
... að lifa
Muna á morgun, kaupa þvottaefni, borga fyrir jólagjöfina hennar mömmu, tala við Bjössa, tala við Magga bró, panta jólamyndir, finna adressuna hennar Svandísar... hurru, Svanda mín fagra, viltu ekki birta adressuna þína á blogginu þínu svo við getum farið að meila jólapakkana? Ha?