Til hamingju með ammlið elsku Alli minn!

Huxa sér að fyrir 12 árum síðan þá var ég með verki upp á fæðingardeild, vissi ekki neitt út í hvað ég var að fara og við Bjössi alveg græn í svona efnum. Ég hafði verið sett á jóladag en þegar hann kom og fór þá önduðum við léttar, því hvað er verra en að eiga ammli á þeim degi... svo leið og beið og ekkert gerðist, fyrr en 30 des... er ég var að fara að skríða upp í rúm, dauðþreytt og ætlaði að fara að sofa... fann þá að eitthvað var að gerast, við höfðum samband upp á spítala og þær kelingar sögðu mér bara að koma uppeftir í skoðun. Var þá komin með tvo í útvíkkun og ,,tappinn farinn" - sem þýðir að mar eigi væntanlega að fara að skjóta út úr sér einu stykki af barni. Ekki gerðist það fyrr en tæpum sólarhring seinna, eftir að ég var búin að fá nokkrar sprautur, fullt fullt af gleðilofti, töflur og vatn undir húðina (sem ég held að sé útbreidd pyntingaraðferð hjá bandaríkjamönnum-þá er sprautuð vatnsbóla undir húðina til að dreifa sársaukanum, en þetta virkar bara þannig að mar finnur ógó til í helvítis blöðrunni en gleymir kannski verkjunum í píkunni í staðinn... veit ekki - mæli amk ekki með því!) Man voðalega lítið eftir þessari fæðingu enda í annkaralegu ásikomulagi og klofin upp að mitti, drengurinn tæpar 18 merkur,með gullin blæ yfir sér og sléttur og ógurlega fallegur. Ég fékk æði fyrir hnallþórum og gulrótum á meðan á meðgöngu stóð og því var drengurinn stór og gullinn - hef oft kallað hann gullmolann minn. Við Bjössi vorum ekki alveg með á nótunum fyrstu dagana, enda er þetta svo lítið kríli og allt í einu komin svo mikil ábygð á herðar okkar. Man að einn daginn þegar ég var ennþá á spítalanum (mar mátti þá vera 3 daga inni - sem er bara brill) kom Bjössi í heimsókn og við eithvað að labba um og létum krakkann vera hjá hjúkkunum á meðan, fórum svo aftur inn í stofu og fannst eins og eitthvað vantaði... héldum bvara áfram að spjalla, löbbuðum niður í sjoppu og eitthvað...spjölluðum smá.. en alltaf vantaði eitthvað, eða okkur fannst eins og við höfðum gleymt einhverju. Komumst svo að því klukkutíma seinna að það var barnið sem við gleymdum hjá hjúkkunum... alveg makalaust hvað mar var grænn og vitlaus. Hvað um það, Alli minn var síðasta barnið á því herrans ári 1993, hann fékk ekki eitt snuð að gjöf frá fyritækjum landsins sem mér finnst vera soldið súrt, því þarna er algerlega verið að mismuna börnum eftir því hve vel klofið á mömmunum teygist út... hann fékk þó ágætis verðlaun frá okkur foreldrunum, ómælda ást og ótakmarkaða umhyggju. Hann hefur breytt mínu lífi til hins betra og alltaf verið til staðar þegar á þarf að halda, hann er góður vinur, með húmorinn okkar Bjössa, klár og hefur alltaf tíma og vilja til að vera með mér og hjálpa til, þrátt fyrir ungan aldur. Hann er einn af bestustu vinum mínum og alltaf gott að knúsa hann og kjamsa í hálsakoti hans :-) Elsku Alli minn, til hamingju með árin 12, ég veit að það verður erfitt að bíða eftir því að fá bílpróf en þú mátt alltaf halda partý, allir eru alltaf í fríi daginn eftir og allir samfagna þér á þessum degi. Ekki amalegt að fá svona flugeldasýningu á ammælinu sínu :-)