Annars...
... áttum við afskaplega ánægjulega helgi sem endaði á matarboði hjá Heiðu Skúla og fórum við mas í bíjó á eftir - já... mikið rétt - skelltum okkur í bíó. Annars herpist ég alltaf saman í skeifugörninni þegar ég fer í bíó, finnst óþarfi að hygla meira þessum peningaóðu og fégráðuga liði sem á bíóin - þegar gengið er svona eins og það er þá segir það eitthvað... hef alltaf verið að bíða eftir að verðið lækki en það er bara eins og allt hækki - eins og það sé ekki sjéns í helvíti að staða dollarsins bjóði upp á einhverja smá lækkun . . . en hvað um það - fórum að sjá Fun with Dick og Jane og var hún alveg fín - afþreyging bara og best að taka henni sem slíkri :-)
Svo er Siggalára komin með stelpu - til hamingju með það! Hlakka til að lesa fæðingarsöguna, þótt ég viti að það verði eitthvað annað en skeifugörnin sem herpist saman - nema tvennt c?
Svo er Svanda mín að koma heim... verðum að fara að skipuleggja hitting í tilefni þess -
Öpteitað - eftir samtal við Frakkland hefur það verið ákveðið að seinnip.laugard. verður boðið upp á kaffi hér í Álakvíslinni, köku, Svandísi og Heiðu Rachel :-) Júhú... en hvað ég hlakka til. . . og svo er Alex Skúli að koma um næstu helgi og allt að gerast...
...stundum finnst mér lífið vera bara biðin eftir næstu helgi :þ