Æji, ég veit ekkert hvað ég á að skýra þetta rugl
Helginni lokið, en það var gaman á meðan á henni stóð. Við vorum með matarboð og heiðraði Eyrún nokkur okkur með nærveru sinni (í annað sinn á stuttum tíma - n.b. ef hún er á klósettinu núna þá er það eingöngu mér að kenna) ásamt börnum sínum. Við vorum með börnin okkar og mamma með barnið sitt og barnabörn . . . hehe.. þetta var aldeilis familyrejúnjon :þ Við mamma misþyrmtun önd í uppþýðslu en ótúlegt en satt þá bragðaist hún eins og nýfallin úr Himnaríki :-) við kjöftuðum á meðan börnin kveiktu í augunum á sér meðan þau kláruðu síðustu raketturnar og stöffið sem er kveikt í á þessum tíma. . . alveg yndislegt :þ Það var líka alveg yndislegt að taka niður $#T3#%#$&jólaskrautið, það verður einhvernveginn allt svo hreint og skemmtilega tómlegt á eftir.
Maðurinn minn búinn að taka fram gítarinn. . . best að fara að raula með . . . mamma er ekki heima svo það er eins gott að nota tækifærið og vera ber og spila á gítar :þ

Hér sést í litla snót sem fékk líka smá gæs :-)