Afsakið en . . .

Hefði ekki verið gáfulegra að hjálpa þessum blessuðu indversku börnum sem óðu klór og eiturefni upp í klof... hefði ekki bara verið viturlega að leyfa þeim að halda vinnuni og senda þeim stígvél, jafnvel kosta einhvern út til að bæta vinnuumhverfi þeirra... sjálf er ég með tvö pör af stígvélum í forstofunni minni sem eru varla notuð en börnin vaxin upp úr. Ég væri alveg til í að senda þau út til þeirra, þótt ég þurfi að borga einhverja hundraðkalla í sendingargjald... Núna er Rúmfatalagerinn búinn að stoppa fyrir sölu á þessum handklæðum svo nú hafa börnin enga vinnu... allt til að hvíti maðurinn hafi góða samvisku þegar hann fer að sofa á kvöldin . . .
hún er skrýtin tík þessi pólitík :þ