Dagur #2 í 4ra daga h-tíðarhöldum
Hef ákveðið að halda 4ra daga h-tíðarhöld í tilefni starfsloka minna - nú er dagur tvö. Dagurinn í gær var góður í öllu tilliti - buðum Ása í feit rif, skelltum okkur í visité til Hróans um kvöldið og fórum á rúntinn og fengum okkur bragðaref - meðan únglíngurinn á heimilinu naut þess að vera home alón. Í gær var uppstigningadagur - til hamingu með það allir sem trúa á það. Heyrði í gær að einhver íslensk stúlka í bandaríkjunum hafi verið spurð að því hvað þessi dagur héti á ensku og var hún í einhverjum vandræðum með að þýða daginn en hafi komið með svarið að þetta væri ,,Jesus take-off day" - sem er satt þannig séð :þ
Annars er bara verið að sækja um vinnur hér og þar - fékk nei frá fasteignasölunni og IKEA - var víst heldur í dýrari kantinum fyrir þau... en ég er ákveðin ung stúlka og ef ég nefni einhverja krónutölu þá meina ég hana, ekki fimmtíuþúsund fyrir neðan eða vinna 6 daga vikunar 12 tíma á dag fyrir þá upphæð. Hörð á mínu og sannfærð um að einhver þarna úti vill fá svona óskaplega vinnusama únga konu til sín... eitt viðtal bókað á mánudaginn - stefni á það að vera komin með eitthvað í grunninn þegar eldri sonurinn fermist um hvítasunnuna ... en það styttist óðum í þann stóráfanga :-)
Kveðjugill hjá Eddunni í dag eftir vinnu hjá þeim - stefni einnig á að kveðja fólkið mitt með góðum skandal... hef áreitt nokkra karlmenn kynferðislega undanfarna daga en þar sem ég er með svo flekklausan ferlil niðurfrá í þeim málum að það má ekki lengur vera... heheh... Einsi verður að vísu einnig á staðnum, en það gerir söguna bara enn betri... heheh...
Góða helgi öllsömul :-)