Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:

  • desember 2009
  • nóvember 2009
  • september 2009
  • ágúst 2009
  • júlí 2009
  • maí 2009
  • apríl 2009
  • mars 2009
  • febrúar 2009
  • janúar 2009
  • desember 2008
  • nóvember 2008
  • október 2008
  • september 2008
  • ágúst 2008
  • júlí 2008
  • júní 2008
  • maí 2008
  • apríl 2008
  • mars 2008
  • febrúar 2008
  • janúar 2008
  • desember 2007
  • nóvember 2007
  • október 2007
  • september 2007
  • ágúst 2007
  • júlí 2007
  • júní 2007
  • maí 2007
  • apríl 2007
  • mars 2007
  • febrúar 2007
  • janúar 2007
  • desember 2006
  • nóvember 2006
  • október 2006
  • september 2006
  • ágúst 2006
  • júlí 2006
  • júní 2006
  • maí 2006
  • apríl 2006
  • mars 2006
  • febrúar 2006
  • janúar 2006
  • desember 2005
  • nóvember 2005
  • október 2005
  • september 2005
  • ágúst 2005
  • júlí 2005
  • júní 2005
  • maí 2005
  • apríl 2005
  • mars 2005
  • febrúar 2005
  • janúar 2005
  • desember 2004
  • nóvember 2004
  • október 2004
  • september 2004
  • ágúst 2004
  • júlí 2004
  • júní 2004
  • maí 2004
  • apríl 2004
  • mars 2004
  • febrúar 2004
  • janúar 2004
  • desember 2003
  • nóvember 2003
  • október 2003
  • september 2003
  • ágúst 2003
  • júlí 2003
  • júní 2003
  • maí 2003
  • apríl 2003
  • mars 2003
  • febrúar 2003
  • janúar 2003

     

    

 


sunnudagur, mars 23

Hef verið mjög löt við að blogga undanfarið, ekki það að það sé ekkert markvert að gerast í mínu lífi, hef líka heilmiklar skoðanir á öllu þessi ofbeldi sem tröllríður pláhnetunni Jörð... hef bara ekki nennt að skrifa staf. Þetta gerði ég þessa vikuna:
Mánudagur: Æji, gerðist ekkert merkilegt, minnir mig, vann, eldaði Makkarónur og ost....
Þriðjudagur: Hann var skemmtilegur, Jonathan og Svandís komu í mat og Heiða og Saga komu í eftirrétt... það var mikið gleði:-)
Miðvikudagur: Hann var alveg... byrjaði á að funda með deildinni minni kl. 09:00 um morguninn þar var boðið upp á bakkelse, við þurftum að gefa stelpunum eitthvað gott því ég var að setja þjónustustaðla á deildina. Hvað á að gera þegar brjálaðir viðskiptavinir eiga í hlut, hvernig á að svara í símann og svona. Ég er líklega samt eina manneskjan sem fer ekkert eftir þessari símakveðju, gleymi alltaf að kynna mig... en brosi mikið á meðan ég tala við kúnnan og það skilar sér. Einnig er mjög gaman að slá á létta strengi við þá, því þjónustan á ekki að vera stöðluð og snúast bara um viðskiptaskuldbindingar... tengja okkur við eitthvað skemmtilegt, þá hringja kúnnarnir aftur þegar þeir vilja eyða peningunum sínum hjá okkur. Þá fáum við kannski aukna veltu, sem getur leitt til kauphækkunar:-) Svo eftir þennan fund fór ég beint á fund með árshátíðarnefndinni, en þar var einnig boðið upp á bakkelse... við þurftum að ginna ákveðna aðila til samstarfs sem gekk vel, af sjálfsögði. Í hádeginu hélt nefndin áfram að funda, en nú á Hótel Sögu, nánar tiltekið á Skrúð, en við vorum að smakka matinn fyrir hátíðina. Áttréttuð máltíð rann ljúflega niður í maga okkar og ultum við út. Svo reyndi ég að vinna smá, fór heim, lærði örlítið og skellti mér svo í heimsókn sem stóð yfir þangað til morguninn eftir. Miðvikudagar eru einu virku dagarnir sem Alli er hjá Bjössa og þá nenni ég sko ekki að vera heima, helst ekki einu sinni sofa þar.
Fimmtudagur: Já, hann er alltaf helgaður Andrési Önd... vann og vann... svo var af sjálfsögðu Fyndinn fimmtudagur.. þetta vanalega. Vann á meðan að við horfðum á sjónvarpið.
Föstudagur: Já, mamma átti afmæli þá:-) Mamma varð löglegur Heldri borgari, 67 ára, en henni dettur ekki í hug að fara á einvherja ellistyrki, hún ætlar að halda áfram að vera í tveim vinnum eins og hún hefur gert í mjög mjög mörg ár. Hún bjó í USA í langan tíma og vann sér ekkert inn nein ellismelli-réttindi á meðan svo að hún fær lítið á mánuði ef hún hættir að vinna. Þetta er leiðinleg staðreynd og ég er viss um að margur sjálfstæður atvinnurekandinn er að horfast í augu við það sama;-( Ekki fékk hún símtal frá bræðrum mínum í Bandaríkjunum í tilefni dagsins frekar en vanalega og blæddi hjarta mitt vegna þess... og gerir enn. Ef ég ætti svona æðilega mömmu, eins og ég á en byggi erlendis myndi ég amk splæsa á hana símtali um jól og afmæli. Þeir eru kannski bara svona uppteknir við önnur störf. Ekki veit ég það... ekki vitum við neitt... ekki er okkur einu sinni boðið í brúðkaup, Palli frændi gifti sig víst í janúar en við fréttum það frá saumaklubbum fyrir vestan. Þetta er leiðinlegt mál sem ég nenni ekki að velta mér frekar upp úr, en vildi óska að mamma gæti gert slíkt hið sama. Hún átti amk afmæli þenna dag og ég splæsti á hana símtali, mas tveim þann daginn, saung fyrir hana og ætla að gera eitthvað skemmtielgt með þeim þegar þau koma næst í bæinn... hún á ómælda ást í Mávahlíð 9 og Hamrahlíð 9 (Fríða syss) sem coverarar alla aðra ættingja... og hana nú! Um kvöldið bauð Einsi okkur Alla á sýningu Hugleiks Undir Hamrinum sem er alger snilld, fyndin, dramantísk og flott að öllu leyti, eins og þeim er einum lagið. Að vísu tókst miðasölukonunni næstum því að eyðileggja kvöldið fyrir Alla, því þegar ég var að ná í miðana okkar þá spurði hún mig hvort ég ætti þennan strák og ég af sjálfsögðu gat ekkert skorast undan því og þá hamrar hún framan í Alla :,,Mikið ert þú fallegur drengur!" . Alla þótti þetta ekkert fallega sagt af henni, eins og stoltu móðurinni, heldur roðnaði og það sauð í honum... ég náði þó til að tala hann til með því að fullvissa hann um að það hefði engin heyrt það sem hún sagði. Það má nefnilega ekki segja svona, ekki koma með nein svona comment á útlit.. nema mamma of cors .-)
Laugardagur: Hann átti að taka með trompi.. læra, þvo og þrífa af miklum móð. Endaði þó á því að setja í bara þrjár vélar og fara í bað. Hafði einsett mér að fara ekkert út úr húsi, var bara í einvherjum mygl-fötum allan daginn, ómáluð og brjóstahaldaralaus en neyddist til að skjótast á bókasafnið í Kringlunni þegar ég uppgötvaði að ég þurfti að skila 10 bókum. Gaf skít í almenningsálitið og reiknaði með að ljósmyndarar Séð og Heyrt væru ekki á staðnum og fór eins og ég var klædd, á táslunum. Það var fínt að standa svona fastur á landsbyggðarmanneskjunni í sjálfri mér... Kollý kíkti svo í kaffi og færði mér afmælisgjöf og ég sem hélt að gjafaflóðinu hefði linnt, neinei. Hún gaf mér kertastjaka og páskakerti, svo mikil smús:-> Svo var bara glápt á imbann, enda ný sería með Charmed komin í loftið og fórnuðum við Spaugstofunni og frumsýningunni á ,,Open your heart" fyrir þær Hallowell-systur... það er svo mikið að gerast þar og kann ég bara vel við Alyssu Milano svona dökkhærða og kannski vonda. Fór ekki að sofa fyrr en seint, en var í tvígang vakin við símann<:( Fyrst hélt einhver drukkinn karlmaður að ég væri María (vonandi ekki Mey?) og svo hringdi einhver annar drukkinn karlmaður og þótti óskaplega leitt að hafa vakið mig kl. 06:26 að sunnudagsmorgni... veit ekki enn hver það var, kannaðist ekki við númerið en gruna ákveðin aðila:-/
Í dag ætla ég að halda áfram að finna mína innri húsmóður og gefa Bjarka kaffi... hann þarf eitthvað að spjalla, voandi endar það allt á hinn bestasta veg:-) Hef lúmskan grun um að Alli eigi að fara í afmæli, hann er í heimsókn hjá Teit vini sínum og ef ég þekki hann rétt þá er hann líklegur til að fara beint í afmælið þaðan, í skíugu úlpunni sinni og lofa gjöf seinna... þessi börn:-/
Það er kannski best að ætla sér ekki neitt, þá verður kannski eitthvað úr deginum hjá manni?
Já, og Formúlan maður!!! OMG!!! Það er bara gaman að fylgjast með núna... úrslin bara óráðin við hverja keppni. Ekki nóg með að Coulthard hafi unnið Ástralíukappaksturinn heldur Raikkonen núna:-> Hipp hipp húrra!!!!
Kaldhæðnislegt að lesa um það að margar stjörnur kvikmyndaheimsins ætli að klæðast látlausum fötum í kvöld við Óskarinn, vegna þess að það geysar stríð í heiminum. Hefur Óskarinn einhverntímann verið haldinn þegar það er ekkert stríð í heiminum? Bandaríkjamenn verða að gera sér grein fyrir því að þetta er ekki eina stríðið sem er háð er... þeir eru ekki eina þjóðin sem byggir þessa plánetu:-( Það geysa brogarastyrjaldir hér og þar og fullt fullt af saklausum borgurum að hrynja niður víðast hvað, í mörgum Afríkuríkjum og víða annarsstaðar er órtúlegt hvað er að gerast... við fáum bara lítið að vita af því vegna þess að þeir eiga ekkert í hlut. Blót, blót og ragn. Einnig er áhugavert að lesa að þær vélar sem hafa farist hjá þeim og Bretum eru vegna tæknilegra galla eða mannlegra mistaka... þær eru ekki skotnar niður? Neinei... það getur ekki gerst:-/ 77 manns fallnir segja þeir? Margaldið það, já, marg margfaldið það :-(

Comments: Skrifa ummæli