Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:

  • desember 2009
  • nóvember 2009
  • september 2009
  • ágúst 2009
  • júlí 2009
  • maí 2009
  • apríl 2009
  • mars 2009
  • febrúar 2009
  • janúar 2009
  • desember 2008
  • nóvember 2008
  • október 2008
  • september 2008
  • ágúst 2008
  • júlí 2008
  • júní 2008
  • maí 2008
  • apríl 2008
  • mars 2008
  • febrúar 2008
  • janúar 2008
  • desember 2007
  • nóvember 2007
  • október 2007
  • september 2007
  • ágúst 2007
  • júlí 2007
  • júní 2007
  • maí 2007
  • apríl 2007
  • mars 2007
  • febrúar 2007
  • janúar 2007
  • desember 2006
  • nóvember 2006
  • október 2006
  • september 2006
  • ágúst 2006
  • júlí 2006
  • júní 2006
  • maí 2006
  • apríl 2006
  • mars 2006
  • febrúar 2006
  • janúar 2006
  • desember 2005
  • nóvember 2005
  • október 2005
  • september 2005
  • ágúst 2005
  • júlí 2005
  • júní 2005
  • maí 2005
  • apríl 2005
  • mars 2005
  • febrúar 2005
  • janúar 2005
  • desember 2004
  • nóvember 2004
  • október 2004
  • september 2004
  • ágúst 2004
  • júlí 2004
  • júní 2004
  • maí 2004
  • apríl 2004
  • mars 2004
  • febrúar 2004
  • janúar 2004
  • desember 2003
  • nóvember 2003
  • október 2003
  • september 2003
  • ágúst 2003
  • júlí 2003
  • júní 2003
  • maí 2003
  • apríl 2003
  • mars 2003
  • febrúar 2003
  • janúar 2003

     

    

 


föstudagur, mars 14

Reykjavík, ó Reykjavík, þú yndislega borg! Mikið er nú gott að vera komin aftur í þessa æðislegu ,,siðmenningu", ég var nefnilega að koma frá Húrígúrý... já, borðaði kvöldmat með eldri borgunum á Hótel Örk, gott á mig! Tilefnið var að mamma og Kolli voru þar og vildu af sjálfsögðu sjá litlu ungana sína;-) Af sjálfsögðu urðum við við því, enda ekki á hverjum degi sem maður getur borðað þríréttað undir ræðuhöldum og botcha-úrslitum. Við semsagt brunuðum úr bænum eftir vinnu og gripum Haddý með okkur í leiðinni, það er alltaf gaman að fara út fyrir borgarmörkin, en alltaf skemmtilegra að koma heim. Alli kyssti húsið þegar við komum heim áðan, enda orðin rosalega þreyttur á þessum þeytingi og gömlu fólki... eða fólki amk. Það er alltaf svona pakkatilboð hjá Örkinni fyrir eldri borgara og ég man að þegar ég var að vinna þar þá voru þetta mestu fyllerýssamkundur EVER!!! Já, þetta eldra fólk kann að skemmta sér, við erum bara aumíngjar og hálfdrættingar miðað við þá. Eníveis, það var gaman að fara á gamlan vinnustað og hitta gamla vinnufélaga. Við Bjössi nefnilega fluttum til Hveragerðis þegar Alli var að verða 2ja og þá ákvað hann að fara að læra kokkinn, réði sig á sammning og við lifðum á lúsalaunum í langan, langan tíma. Svo þegar upp var staðið þá var engin meistari til að skrifa upp á sammningin, eða kenna honum, við á nemalaunum (ég var að þjóna og það var ekkert vel borgað) og allt í klessu. Bjössi fór í mál við þá á sínum tíma og fékk pjéning... en það var eftir að við skildum, þannig að ég fékk ekki neitt;-( Minnir þó að hann hafi keypt útigalla á Alla, þannig að ég slapp við það;-) Það er alltaf eitthvað gott við allt...

Hveragerði er bær sem ég væri alveg til í að búa aftur, góður bragur á bæjarbúum og gott andrúmsloft (humm... hverafýlan og hveraskjálftarnir venjast ótrúlega vel), stutt til Reykjavíkur, Selfoss, náttúruna, menninguna, búðina, hestana, blómabúðina, sjoppuna, vídejóleiguna ofl. Hér er allt í svo ótrúlegum fjarlægðum... samt gott að vera hér og djamma. Væri til í að vera þar þegar ég eignast fleiri börn, menn og gæludýr. Við Alli höfum alltaf haft það fyrir sið og reglu að hann fær alltaf að keyra þegar við förum að Drottningarholu, en hún er í dalnum. Af sjálfsögðu gerðum við það í dag... en það var fyndið að sjá hestamennina brokka hjá og missa augun út tóftunum á sér þegar þeir sáu 9 ára gamalt barn keyra 9 ára gamla Toyotu! Af sjálfsögðu sáu þeir ekki 30 ára gömlu mömmuna sem sat undir... get ég ímyndað mér að nú sé Rannsóknarlögreglan á Selfossi að rannsaka þær sögusagnir að barn aki lausum hala í Hveragerði ;-/

Hélt að ég gæti farið í bað í kvöld, búin að kaupa mér bjór í tilefni af því (maður notar jú ALLAR afsakanir) en þá má ég bara fara í sturtu.. .arg... ég á ekki sturtu... bara pínkulítið baðkar undir súð.. ég get jú sturtað mig.. niður úr klósettinu... Því sit ég hér núna og drekk bjórinn minn og er að vinna í Andrési mínum... eina karlmanninum í mínu lífi sem er alltaf ber að neðan... sad... Annars fékk ég vægt taugaáfall þegar Karl læknir tók saumana í dag, en þetta voru ekki saumar (það er víst eitthvað alveg hætt) heldur bara einhverjir plástrar... heimsins ljótustu, mörðustu og bara ljótustu lappir komu í ljós... verða orðnir fínir eftir um tvo mánuði!!! Jájá, allt í góðu vinurinn;-( Ég hef þó amk lappir til að vera ljótar.. eitthvað annað en margur annar sem býr nálægt jarðsprengjusvæði.

Geisp... held að nú sé alveg nauðsyn að kveðja þessa hljóðu borg (mikið er hún frábær á næturnar) og skríða upp í rúm... þar bíður mín drengur sem er stóri bróðir... Jájá, hann á ekkert að vera í rúminu mínu... en það var gerð undantekning í kvöld.. út af öllu þessu gamla fólki... og litlu systur (sem er alger rús). zzzzzzzzzzzz

Comments: Skrifa ummæli