Ævintýrið er innra með þér-ekki umhverfis þig
David Grayson
Jájá... miklu ævintýri er lokið og ég býð næsta velkomið. Ég á víst að gera grein fyrir kærastanum hennar
Heiðu... humm... látum okkur nú sjá... og reyna að muna. Eitt stendur upp úr en það er hvursu góðum húmor þessi maður er gæddur, óaðfinnanlegan spéfugl sem hæfir Heiðu vel. Hann er greinilega skotinn í henni og hún í honum,... tíst tíst og fuglarnir syngja... þrekinn, dökkhærður og með fallegt bros.. rausnarlegur og kann að slá fram vísukorni = góður gæji. Við semsagt urðum þess heiðurs aðnjótandi á laugardagskvöldið (eftir leiðinlegurstu árshátíð í heimi og skrítnasta patrý sem ég hef farið í) að hitta Heiðu og kærastann á Kaffi Kósý, þar var drukkið og ruglað hægri vinstri og er næsta víst að ég kem ekki til með að blogga eitt né neitt um þann skandal:-/ Þetta var amk feitt djamm, reyndar með þeim skemmtilegri sem ég hef farið á lengi lengi og endaði ekki fyrr en undir morgun. Sunnudagurinn var erfiður, var að hjálpa til í fermingarveislu, glær og ekki alveg með fullri meðvitund, þurfti að vísu ekkert mikið að gera, bara sjá um kaffið og fylla á hlaðborðið.. en þyrfti að sjæna mig til og koma mér á staðinn... það var erfitt:-/ Þessi fermingarveisla var alveg ágæt, Bjarni vinnufélagi minn hélt svo fallegt tal til dóttur sinnar og tældi hún veislugesti í asnalega leiki (appelsínudans og fl.). Ég er búin að ákveða að ef Alli vill fermast verður það stuðveisla með páskaeggjaleit og skemmtilegheitum... ekkert leiðinlegt drasl takk fyrir. Fólk á eftir að segja í næstu fermingu/brúðkaupi/jarðaför ,,já, takk fyrir síðast!"
Systir hans Alla fékk nafn á laugardaginn,
Gunnhildur Karen varð fyrir valinu og hef ég ekki hugmynd um hvort þetta er í höfuðið á einhverjum eður ei... Gunnhildur Karen... GK.. Gunnsa Ká... Hilda Ren... Ja, nafnið býður upp á marga möguleika, veit ekki hvað þau kalla barnið, verð að fara að fá Bjössa í kaffi svo maður viti svona hluti :-/ Alli gaf henni ekki neina skírnargjöf og finnst mér það asnalegt, ég ætlaði að láta hann gefa henni hálsmen, hring eða eitthvað en ekkert varð úr því... æji, er það ekki í verkahring Bjössa að sjá um slíkt? Ég veit að þegar/ef ég eignast annað barn þá fer ég ekki að ætlast til að Bjössi sjái um að láta Alla færa barninu skírnargjöf.. því sef ég með hvíta samvisku.