Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:


     

    

 


þriðjudagur, apríl 8

Í stöðugum meðbyr sljóvgast sál

-Grímur Thomsen


Je, ég er ekki búin að setja neina visku í byrjun pistils í langan tíma... hreinlega til skammar :-( Ástæða þessarar visku er fjármálamótstreymi... var að klára skattskýrsluna mína og sá að ég er tekjulægri og skuldsettari en áður, helvítis bull í Dabba Dúsk að mar eigi meir pjéning en áður. Er mikið að spá í að kúka á kjörseðilinn minn í maí og skila þannig inn, kannski með vísutetri á... hummm... Er ekki til í að styðja Djé, ekki heldur Ess, Vinstri grænir eru svo leiðinlegir og auk þess á móti öllum sköpuðum hlutum, Frjálslyndir eru of frjálslyndir og þetta Nýja afl er kannski ekkert svo nýtt? Æji... veit ekki. Ég held í vonina að ég muni vitrast stjórnmálalega séð... en þegar maður er nýbúinn að skila inn hinni árlegu naflaskoðun á tekjum manns og sér engan árangur á erfiðinu þá býð ég ekki Dabba í mat á næstunni, ekki nema kannski fljótandi Laxerolíu og Salmíak.

Eftir mánuð verð ég búin í skólanum og orðin löggildur stúdent! Jibbí jeyj... Siggalára var að benda á það á sinni síðu að það eru 10 ár síðan þau öll kláruðu... ég rétt að ná í land núna... ég get ekki séð mig í anda fagna 10 ára stúdentspróflokum með krökkunum/börnunum sem ég er að klára með... he he he... er að spá í að biðja Ólöfu á skrifstofunni um að senda mér bara skírteinið. Ömurlegt.

Þetta helvítis skattframtal fór alveg með mig... er komin í bilað skap... $#&"$/"$&#!%#!&!/!$&!$!#$&!%/$"#%!.........
Dabbi hann er drulludeli,
lýgur, svíkur, stelur.

Hver vill botna?



Comments: Skrifa ummæli