Helvítis djöfull... var að rífa fram taukörfu eina í svefnherberginu mínu til að hliðra til... er þá ekki ógeðskonuló þar á bak við!!! Er sjúklega sjúklega hrædd við þessi kvikindi og tel alltaf að þau ætli að drepa mig, geti stokkið á mig, orðið ósýnileg og kyrki mig í svefni :-/ Þetta er rugl, bull og á ekki við nein rök að styðjast, ég veit það alveg en alltaf grípur þessi ofsahræðsla mig. Ég og Alli slógumst einu sinni í tvo tíma við eina uppi í sumarbústað og munaði minnstu að ég æki beina leið í bæinn.. .en með miklum klókindum og úrræðasemi náðum við að drepa hana og helginni því bjargað. Þetta kvikindi núna var brúnt og gat hlaupið hratt.. því greip ég Fréttablaðið og brúkaði það til að murka úr henni lífið... sörvæval of þe fittest, það er fyndið að finna frumhvöt grípa sig svona, drápsæðið alveg að drepa mann og adrenalínið á fullu... núna þori ég ekki inn í herbergi... hver veit nema hún vakni upp, feli sig á ný, safni eitri og stingi mig í nótt? Sem betur fer deili ég ekki ein rúminu svo ef Einsi er andvana í fyrramálið þá veit ég að þetta er
konguló dauðans :-(