Til lukku allar konur, smáar sem stórar, til lands og láðs...
Bíð með Pekingöndina í hálsinum eftir einhverju óvæntu sem á vonandi eftir að gerast í dag, í tilefni af því að ég er kona og þal á ég skilið að fá eina gjöf eða glaðninga á ári til að vegu upp þessa daga sem mar er á túr, önugur, þarf að mála sig, ganga um með júllur og ala af sér börn. Bakaði amerískar pönnukökur ofan í okkur í morgun og hellti upp á kaffi, bakaði bollur og þar með er mínum störfum lokið.. eða það vona ég amk. Veit samt að drengurinn minn er ekkert það rómantískasta í heimi, gott dæmi um það er valentímusardagurinn-dagur elskenda og bandarískrar væmni. Ég ákvað að gera eitthvað í tilefni dagsins, vildi ekki gleðja kaupmenn með þvði að eyða pjéningum í eitthvað asnalegt og tilhæfulaust eins og afskorin bóm (sem mér finsnt vera mesta peningaeyðsla í heimi). Sá í Vikunni hvernig mar getur sagt ,,ég elska þig" á 99 tungumáluim og skrifaði á Afrikaans (Suður Afríka):
Ek het jou lief á gulan miða og laumaði í skóinn á mínum mjög svo heittelskaða. Svo þegar hann var að drífa sig á leikæfingu stuttu seinna þá tók hann gula miðann upp úr skónum, orðin samankrumpaður af áreinslunni við að troða sér í skóinn, las og rétti mér með spurn í augum.
Hann-,,Hvað er þetta"?
Ég-,,Þetta?... þetta er eitthvað.... ég veit ekki" (rjóð í vöngum og sá að ég hafði gleymt að breyta skriftinni)
Hann-,,Jæja, best að drífa sig"
Ég-,,Já, farðu bara..."
Hann-,,Sjáumst á eftir :-)"
Ég-,,Já" (sár)
Ég hafði gert plan B því mig grunaði að þetta ætti eftir að gerast ... laumaði öðrum miða í símavasann hans sem á stóð álíka sætt á einhverju óskiljanlegu tungumáli. Beið svo með aðra Pekingönd (fullt af Pekingöndum á mínu heimili) í hálsinum eftir því að hann hringdi í mig á leikæfingunni og væri þá búinn að fatta þetta, amk spyrði mig hvað ætti að standa á þessum miða á mannamáli, fyrst þetta var nú skriftin mín. Engin símhringing kom og ég dældi bara allri minni ást á meðan á 10 ára gamalt fórnarlamb sem á líka stóran hluta í mínu hjarta. Seinna um kvöldið eftir að allir heimilsmenn voru komir heim, við uppvaskið og eftir góðan kvöldverð spurði ég órómantíska drenginn minn hvort hann hefði ekki funið eitthvað í vasanum sem síminn var:
Hann-,,Ha? Jú, einhvern gulan miða með einhverju rugli á"
Ég-,,Já, hvað stóð á honum?" Ofvæmni í augum
Hann-,,Ég skildi það ekki og henti honum bara"
Ég-,,Núnú.. það er bara svona" Ógeðslega sár og hann skildi ekkert í því.
Ég sagði honum frá þessari rómantík sem hann henti frá sér .... vona að hann noti daginn í dag til að vinna þetta upp....
Hún er skrítin tík, þessi rómantík...