Hvað er málið með kerlingar? Var að horfa á Opruh (eða hvernig sem það er nú skrifað) og kerlingarnar þar öskuðu og grenjuðu af því að þær fengu ókeypis naríur... ekki í fyrsta sinn sem mar sér það... skaust i einn öl á Diubliners í gær og þar var svona hópur örvæntingrafullra kvenna sem greinilega héldu að þær væru allar heyrnarskertar... þær töluðu svo hátt og í kapp við hver aðra, var eins og þær væru að svara hraðaspurningunum í Gettu betur. Þær voru að dissa einhverja tvo túrista vesalinga sem sátu greinilega á ,,þeirra" borði, ein stóð upp eftir smá stund, gekk að agndofa úglendingunum og sagði:,,Sorrý, bur we´re Icelandic girls..." Við Ásta trúðum ekki okkar eigin eyrum.. staðurinn tómur og þær að biðja þá að færa sig, því þetta væri ,,þeirra" borð. Þeir færðu sig, enda úglendingar sem kunna sig.. sátu gegnt þeim og störðu í forundran á skarann svífa um staðinn með bjórinn, sígóðið, töskurnar, málingarföturnar, penslana og allt hvað eina... eftir smá stund gengu þeir út. Ég skammaðist mín fyrir hönd allra íslenskra kvenna... svona kerlingar koma illu orði á okkur hinar sem eru natural kynþokkafullar og kunnum okkur :-) Kannski var bara málið að ég var ekki full... æji, þetta var hallærislegt og súrt upp á að horfa.
Greiðlumat ennþá í gangi og ég geri ekki annað en að skipta um buxur... Held samt að þetta sé bezta megrun í heimi... er að spá í að láta endurskoðanda fara yfir fjármál mín og reyna að lýsa mig gjaldþrota.. missi einhver fimm kíló þar... en það gerist ekki... við erum millar... millar.... júhú!!! það er gaman að segja þetta.. þótt það endist bara í nokkra daga...
Það er komin upp lús í bekknum hans Alla, engin veit hvaða barn það er sem er með skepnuna en það er mikið spekúlerað. Alli kom með þá kenningu að það væri stelpa sem héti Líney, því hann sá hana klóra sér einu sinni íhausnum svo byrjaði líka nafnið hennar á elli... held að hann verði frábær rannsóknarlögreglumaður.
Einsi kemur heim á morgun, hann ætlar að færa mér eitthvað fallegt og ég ætla að taka til í staðinn. Það ætti að duga handa honum...
Hvað er málið með þetta gaddem fjölmiðlafrumvarp? Af hverju í ósköpunum (eins og fréttamenn hafa bent á) liggur meira á að henda þessu í gegnum þingið en að breyta fyrningarlögunum í kynferðisafbrotamálum? Vill Dabbi ekki koma út að leika af því að þessi eða hinn er memm hinum? Og þessar mysþyrmingar Bandaríkjamanna... ætlar einhver að segja mér að þetta hafi ekki verið fyrirsjáanlegt? Hvað hafa þeir verið að gera í Guantanamo? Og ef þið væruð gift Victoriu Beckham... mynduð þið virkilega ekki halda framhjá? Ég hlakka til að fá bréf frá einhverjum Grænfriðingnum... ætla virkilega að reyna að eignast penna,,vin" þar... er staðráðin í að skiptast á skoðunum...
Jæja, svona gerist þá þegar karlinn fer að heimann í þrjá daga... kerlingin bara baular á heiminn fyrst hún fær ekkert að r.... :-)