Allir saman á alþingi!!!
Efnt verður til stórskemmtilegrar fjöldskyldudagskrár í alþingishúsinu föstudaginn 8.október kl. 11-13 í tilefni upplausnar og stjórnleysis á heimilum og vinnustöðum íslensks barnafólks!
Allir foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að koma með börnin sín í Alþingishúsið á föstudaginn, stálpuð börn og unglinga má skilja þar eftir en ekki væri vitlaust að koma með yngri börnin dálítið þreytt og svöng og láta þau sitja á þingpöllunum þar til þau byrja að kvarta og kveina... Börn eru sérstaklega hvött til að vera lífleg og ærslast dálítið á Austurvelli. Klifurkeppni upp á Jón Sigurðsson. Þá mætti fara í leiki eins og .. ,,finndu menntamálaráðherra" eða telja þingmenn... Upplestur, söngur, Ærlsl og gleði. Líflegir og listrænir foreldrar eru hvattir til að koma með bækur, gítara og margt margt fleira, látið þetta ganga ... það er nú eða aldrei!!! Ekki lengra verkfall á kostnað barnanna okkar!!!
Sjáumst kát,
Félag umhyggjusamra foreldra grunnskólabarna
E.s. Í Frakklandi væru menn farinir að sturta börnunum úr vörubílspöllum framan við Alþingishúsið en hér virðast menn bara ætla að þreygja þorrann...