Lýsi því hér með yfir...
... að jólamyndin sem átti að vera í heimagerðu jólakortunum í ár reyndist vera of flókin í framkvæmd og bíður því til næsta árs. Einnig liggur ljóst fyrir að heimagerðu kortin reyndust einnig vera of flókin í framkvæmd að ekkert verður af gerð þeirra. Ég verð því víst að sætta mig við það að vera eins og ,,allir hinir" og kaupa mér kort og skrifa í.... þótt það sé náttlega asnalegt að segja eitthvað guð gefi þér gleðileg jól og svoleiðis í þessum kortum þegar maður trúir ekkert á þann gamla á efri hæðinni... það er ekkert hann sem er að gefa hinum og þessum um jólin... við erum að gefa hvort öðru þau... Maður ætti kannski að uppfæra textann og hafa:
,,Hafið það notalegt um H-tíðarnar, ekki borða yfir yður né fara á hausinn"