Barnið flogið úr hreiðrinu...
Ég kyssti ástina mína bless, strauk henni um vangann og hún lofaði mér að borða vel, fara snemma að sofa og ekkert partýstand. Mamma fór austur áðan og verður í amk eina viku, eða á meðan það er verið að búa til gervihandlegg. Kolli ljómaði víst eins og sól í framan áðan þegar mamma kom honum á óvart með því að labba inn á hjúkrunarheimili. Hann vissi ekki af því að hún væri að koma enda hefði hann þá ekkert sofið af spenningi... þessi elska. Mamma hún er nú alveg frábær.. hún var að segja mér á föstudaginn að það væri mánaðar brúðkaupsafmæli hjá þeim ... ég spurði hana hvort það væri nokkuð merkilegt... ,,er það ekki pappírsbrúðkaupsammæli eftir árið"? spurði ég.. mamma svarar snögg til: ,,ætli þetta sé þá ekki klósettpappírsafmæli?"