Og hún útskrifast!
Já,
kerlingin gamla sem dauðinn vildi ekki er að fara að útskrifast frá Reykjalundi á morgun, við fórum út að borða af því tilefni auk þess sem Maggi bróðir kom til landsins í morgun og mér tókst að redda þeim tvígiftu hjónum fína íbúð niðr´í bæ.... fullt af hlutum til að gleðjast yfir... við skulum heldur ekki gleyma því gott fólk að mamma og Kolli áttu 3ja mánaða brúðkaupsammæli í dag. Til lukku með það, í ha! Verslunarmannahelgin framundan og Hrói getur ekki boðið okkur messér til eyja, en þar kemur hann til með að vera í húsi MEÐ KOKK! Er ekki alveg í lagi, sagði hún á innsoginu og öfundaðist mjög mjög út í Hróa vin sinn... eða fyrrverandi vin núna... :-/ Wott tú dú, wott tú dú on a verslunarmannahelgi þegar skatturinn er að borga manni meira en mar átti von á, barnlaus, ástfangin og með stóra bróður til að passa upp á sig. Maggi var komin með þær ranghugmyndir í hausinn að við værum að fara til eyja, keypti tjald og alles... Drottningin lætur hins vegar ekki ana með sig út í neinn móa, takkfyrir... fyrst hún getur ekki verið í húsi með kokki þá fer hún ekkert út úr húsi, takkfyrirþað :-)