Í minningu Fígaróar

12. okt´04 - 29. sept´05, náði ekki einu sinni árs afmælinu sínu. Við erum búin að fá vilyrði fyrir því að hún verði brennd og öskunni dreifum við yfir Kjöl, sumarbústaðinn okkar þar sem hún fékk að leika lausum hala og vera óþekktar köttur sem elti fugla og fiðrildi :-) Það var góður tími sem við fengum að hafa með þér og erum við þakklát fyrir það og vonum bara að þú hafir ekki þjáðst mikið, elsku ástin mín :-) Húsið er tómlegt án þín...