Hér eru þá fimm gagnlausar staðreyndir um mig:
Púfff... huxýhuxýhux.... owell... lát vaða:
1. Ég get á engan sofnað ef það er opin skáphurð, skúffa eða dreitlar úr krana
2. Verð alltaf að borða samloku; skorpan fyrst og ef ég er að borða tvær samlokur þá borða ég það brauð fyrst ég borðaði skorpuna utanaf fyrst... eftir að báðar skorpurnar eru farnar :/
3. Ég á mér þann draum að vera með skettlegan skets útvarpsþátt, svona í líkingu við Vice City og ruglið sem kemur þar... en sá orðrómur um að útvarpsfólk sé bezt geymt í útvarpinu vegna ljótleika heldur mér frá því að framkvæma þennan draum :-/
4. Ég hef aðeins einu sinni unnið gullpening á ævinni og það er fyrir ökuleikni þegar ég var 17 ára í flokknum nýliðar.
5. Ég er einbirni, þrátt fyrir að eiga 6 systkyni ... held góðu sambandi við eina systur mína og einn bróður minn... restin siglir sinn sjó og er mér alveg sama.. hef ekki einu sinni hitt tvo bræður mína.
Jæja, ég er að spá í að klukka
Svöndu Pöndu ... því það er svo langt síðan hún bloggaði og bloggið hennar er eina tækið sem mörg okkar höfum til að fylgjast með hennar lífi... Klukk Bóbó mín!