Og hér er ferðasagan:
Við lögðum semsé seint af stað úr bænum, enda þurfti Drottningin að vinna og Skúlinn kom með seinu flugi. Einhver lítill fugl hafði logið að húsfrúnni að leiðin upp í bústað væri styttri ef mar keyrði Þingvelli og brá hún á það ráð, enda með fullan bíl af börnum, einum ketti og allt tilheyrandi. Ekki hafði þessi fugl rétt fyrir sér og huxaði hún honum þegjandi þörfina, en það var bara eftir að kötturinn var búinn að pissa á gólfið hjá Alla og gubba einu sinni ofan í handbremsuna…svo vélin fékk þarna óvænta smurningu.. jakk :-þ Fígaró tókst að sannfæra okkur endanlega um að hún er sko engin næturferðalangur þegar hún gubbaði svo á gólfið hjá Einsa, en það var ok… mestmegnis kattargall… jakkídýjakk :þ Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir í notalega bústaðnum okkar, n.b. með uppþvottavél, þá var tekið til við að búa til karaktera, eða persónur til að leika með í AD&D. Eitthvað voru litlu herramennirnir óheppnir með teningana því þeir enduðu sem 152 cm. og um 200 kg… ok fyrir Alex Skúla, því hann var hvort eð er dvergur (heitir Bin Lex) en verra með Skrallann því hann var paladin, sem bar það fallega nafn Rafael. Drottningin var hinsvegar fíngerður álfur, 150 á hæð og ekki nema 52 kg og valid sér það fallega nafn LoveMonkey, kk og er 1.stigs prestur. Hvað um það… hefst þá ævintýrið:
Tveir menn eru í barbakherbergi, annar þeirra er Snartibartfart, greinilega galdramaður og hinn er Biskup… hljóður maður sem á auðvelt með að læðast upp að fólki… semsé þjófur. Það eru þrír menn sem bíða fyrir utan herbergið og er einum þeirra vísað inn en það er LoveMonkey. Þeir tjá honum að þeir séu að leyta að mönnum til að fara með sér í langa ævintýraferð, sem gæti tekið nokkra mánuði, jafnvel ár. Verðlaunin séu góð, allt það gull og gersemar sem á vegi þeirra verði en þeir sjálfir vilji aðeins ná einum hlut sem mjög áhrifamikill galdramaður hefur skilið eftir en hann sé nýdauður og ætlunin að fara á hans svæði og ná því sem hann átti. LoveMonkey lízt vel á enda nýbyrjaður að æfa til galdra og vill ólmur bæta við þekkingu sína. Þeir vilja vita hvað hann geti lagt fram til fararinnar og hvað sé svona merkilegt við hann… LoveMonkey hlær taugaveiklað enda langt síðan stjórnandi hans var að spila og datt soldið úr karakter… á endanum gerði hann smágaldur sem fól í sér að snúa við ljósgaldri svo allt marð myrkt… hann var samþykktur til fararinnar eftir það. Næstur inn var Bin Lex… hann var heldur ekki í mjög góðri þjálfun fyrir svona spuna enda 1.stigs bardagamaður með litla reynslu… hann sló þó alveg þessa dómara út af laginu þegar hann spurði hvernig hann geti nælt sér í reynslu þegar hann fengi aldrei tækifæri. Hann var inn. Rafael var paladin og eiginlega af þeim völdum þá var hann inn og þurfti lítið að sýna trix eða koma með eitthvað hnyttið… Ákveðið var að leggja af stað daginn eftir við sólarupprás eftir að allir voru búinir að kaupa sér vistir og ferðabúnað. Á föstudeginum var lítið annað gert en að hanga inni og spila, enda skítaveður úti… jú, strákarnir fóru í pottinn….
Við sólarupprás daginn eftir hittust leiðangursmennirnir fimm. Þeir lögðu af stað með kött og blóðhund sem leiðangursmenn keyptu í einhverri kaupgleði… hundurinn át þó fljótlega köttinn! Þeir höfðu gengið lengi þegar þeir komu að runna og LoveMonkey rak augun í eitthvað grænt klæði fast í honum… við nánari athugun leystist klæðið upp og virtist sem það væri ekki af þessum heimi.. spúkey! Biskup læddist á undan til að kanna aðstæður en greinilegt rask var á gróðri og eins og einhver hafi farið um í hópi. Leiðangursmenn héldu áfram för eins hljóðlega og þeir gátu en þar sem tveir yfirviktarmenn voru með í för þá fór það svona eins og það fór. Eftir nokkurn tíma læddist biskup upp að þeim og sagði að það væru torkennilegar og undarlegar verur að gera sér náttstað rétt framundan… hvað skyldu leiðangursmenn til bragðs taka núna? Ekki var mikið um svör… enda stjórendur þeirra ennþá half kjánalegir og vissu fátt til ráða annað en að hlusta á ráðleggingar Biskups og Slartafartbarts. Þeir stungu upp á að leiðangusmenn umkringdu hina tilvonandi óvini og kæmu þeim á óvart… var það samþykkt. Læddust leiðangursmenn upp að þessum verum, sem litu út eins og ekkert sem þeir höfðu séð áður… en það er nú einu sinni þannig að þegar 200 kílóa ferlíki eru með í för í hringabrynju þá eiga hlunkar til að detta og það með miklum látum :þ Var LoveMonkey akkúrat búinn að taka sér stöðu og tók þá ákvörðun að fyrst óvænta söpræs-forskotið var farið að þá skyldi árás gerð.. með látum. Æddi hann að þessum verum veifandi Morningstarinu sínu (slönguvað með kúlum), öskrandi eins og álfum er ekki háttur og hitti beint í mark! Ein vera dauð… fimm tú gó… fékk LoveMonkey annað skot en þar sem teningarnir voru leiðangursmönnum ekki hliðhollir og vildi ekki betur til en svo að hann rotaði sig í næsta höggi og var út… áttu leiðangursmenn í mesta basil við að klára restina, einhver dó næstum og annar dó alveg… en ekki þó alveg… Biskup og Slartibartfart redduðu málunum eftir mikla baráttu og mikið puð og klúður. Eftir að allir höfðu jafnað sig var tekið til við að hirða gull og glyngur af þessum verum… kom í ljós pósjon sem var merkt exxi auk sverðs sem enginn vissi hvað gerði. Var dvalið þarna í hvíld og hit-points recovery, 3 vikur :þ Laugardagurinn leið í rigningu og áfram var spilað.. já og strákarnir fóru í pottinn.
Þegar inn í dalinn var komið, eða á enda hans var komið að himinháu bjargi, bjargi sem var um 360 metrar… skemmst er frá því að segja að það tók leiðangursmenn aðrar 3 vikur og nokkur mannslíf, næstum því, mörgun sinnum … allt til að komast upp. Leiðangurmenn gleymdu að leyta að leynihurðum svo upp var klifið :þ Eftir þessa háskaferð var komið upp á bjargbrúnina…LoveMonkey sá að þar uppi var troðningur einhversskonar eða stígur… sem lá undir hellisskúta. Inn var haldið því þetta var nú einu sinni ævintýraferð, gott fólk… Inn í hellinum var leynihurð og með herkjum fannst töfratakki sem opnaði leynihurðina inn í neðanjarðargöng. Inn var haldið… ævintýramenn komu að á … 3ja metrabreiðri… sumir áttu í erfiðleikum að komast yfir sökum offitu og almennrar smæðar. LoveMonkey var farinn að plana næstu ævintýraferð með Anorexíufélaginu, nokkuð sem hann lét oft í ljós við þá félaga. Eftir að yfir ána var komið fannst leynihurð sem var opnuð með galdri… inn í hellinum var kista! Bin Lex, fégjarn og sleikir gull heggur á kistulásinn og fær við það trix-posjón- örvar í sig. Deyr strax og fær mikinn skaða… leiðangursmenn halda neyðarfund og ákveða að gefa honum pósjonið sem fannst á verunum. Við það þarf stjórnandi Bin Lex að lýsa draumi þeim er hann dreymir á meðan posjónið er að virka… hann dreymir eitthvað um laxasúpu og Ork… skiptir engum togum en að hann breytist í Ork.. og með öllum þeim ofurkröftum og blóðþorsta sem bullar í þeim ræðst hann gegn risa-híenum sem komu æðandi að… hann drepur næstum alla, aðrir aðra og loxsins varð gæfan leiðangurmönnum hliðholl, þeir drápu alla.Sunnudagurinn leið upp með fallegu veðri, farið var að Gulfossi og Geysi að túrista sið og Alli fékk að keyra… Fígaró gerði okkur meira að segja þann greiða að æla ekki á heimleiðinni…
Já, er ekki lífið stundum skemmtilegt?