Þá er:
Halli komin af skurðarborðinu - var þar í 5 tíma en það þurfti að breyta hjá honum tanngarðinum.. með hverju? - jú, fimm tíma skurðaðgerð. Vonandi líður honum ekki mikið illa - ætla að senda honum góða strauma næstu kvöld...
Mamma komin með náttborð - tók mig aðeins fimm daga að drattast til að fara og skoða... já og útborgunardag til að versla :-/
Skólastjórafundinum aflokið - við Björn barnsfaðir girtum okkur í andlitinu og mættum til að hlusta á ekki svo mikinn reiðilestur - heldur meiri svona áhyggjulestur frá skólastjóranum. Alli minn er að verða fullorðin - er unglingur í nokkur ár - hef ekki nokkra trú á öðru en að hann hafi verið að hlusta á skólastjórann og taki mikið mark á því sem hann hafði að segja. Vona það amk...
Rússabjörnin lagður - LOKSINS! Missti af þessum leik en ég get trúað að hann hafi verið spennandi - ætla svo sannarlega að horfa á Króatíu á morgun. Það er nefnilega oft svo gott fyrir ,,strákana okkar" að tapa áður en mót byrjar (lágu á æfingarmóti fyrir Evrópukeppnina) svo það er ekkert verið að gera neinar kröfur - þá koma þeir á óvart og gengur vel
Baðið farið að kalla á mig sem og Árni minn - en við ætlum að hittast og ræða einhverja trúarhreyfingu sem Árni heldur að passi okkur agalega vel :-)
... þessu lokið :-)