Sumarlegt salat

Skelti í þetta salat upp í bústað og þar sem það var svo ómótstæðilega gott get ég ekki gert annað en að deila því með ykkur, eða amk þér mamma :-)
1 laukur flysjaður og vafinn í álpappír - settur í 200° heitan ofn - hafður inni í 40 mín
1 rauð paprika skorin í grófa bita - sett í eldfast fat og einnig inn í ofninn - haft inni í 30 mín eða þar til skorpan fer að dökkna og verður krönsý
2 egg harðsoðin - söxuð með eggjaskera
1 Paprikuostur - skorinn í bita (gott að hafa eldhúspappír undir því liturinn smitar svo á bretti)
1 dós Fetaostur (ég nota alltaf í kryddlegi og tek smá safa með til að bleyta upp í)
Kál að eigin vali
Sveppir - ef vill
Óhugnanlega gott er líka að sjóða pasta og skella út í þegar það er ennþá svolítið heitt - en þá bráðnar osturinn... mmmm... þá er þetta orðið skýnandi pastasalat....
Enjoy!