Sunnudagur til sælu = þrif og stússerý
Úfff.. búin að vera ekkert lítið dugleg á heimilinu, Alda vink. var að láta okkur fá málverk eftir sig og þegar mar ætlar að gera eitthvað smá, eins og að hengja upp mynd... þá hefur það svo miklar keðjuverkanir í för með sér að ég sé fram á að bara með því að hengja upp þessa mynd í stofunni valdi því að ég þarf að endurskipulleggja á efra baðinu :þ ... svo ég ákvað að þrífa allt fyrst. Bíð með að taka ákvarðanir um endurskipulaggningu þangað til Betri helmingurinn kemur heim. Fórum annars á V for vandetta í gær og mikið helv... hún er þrusugóð - svo góð að ég mæli frekar með að eyða áttuhundruðkalli í að fara á hana í bíjó en að hlaða niður af netinu - myndræn, flottur texti og dettur ekki í væluleðjuna sem margar myndir detta í.
Samviskuspurning: Á maður að eyða páksunum í
a) klára eitthvað á heimlinu, setja upp þessa blessuðu sturtu eða koma myndvarpamálum í gott lag?
b) fara vestur á Aldrei fór ég suður, vera í flottri íbúð og í góðra vina hópi? áttum 3ja ára ammli um daginn og sökum tímaleysis og blankheita var ekkert gert :-/
... langar til að gera b) en langar líka til að gera a) ... hummm...