Ónei - ekki aftur Gulla mín...

Eins og má sjá á þessari mynd þá var Gulla drifin í ófjósemisaðgerð - aftur. Hún fór að breyma um síðustu helgi en þá var bara vika liðin frá fyrri aðgerðinni. Kom ég að henni fyrir framan eldhúsgluggan þar sem hún og Mjási voru að hömpast á hvort öðru - en ég hef alltaf kallað þann kött Mjásu og hélt að væri kisustelpa - en hafði greinilega rangt fyrir mér :-/ Ég reif Gullu inn og húðskammaði fyrir glyðruskap og ókvenlegheit - greinilegt að móðir náttúra er ekki sammála mér því hún stökk aftur út með det samme og lét einhvern annan taka sig á bílastæðunum... ég lét bara eins og ég þekkti hana ekki - dónastelpuna. Ég ætlaði upphaflega að fara bara með hana í skoðun því þetta ástand var ekki alveg eðlilegt - en þá vildu þau opna hana aftur og reyna að finna hinn eggjastokkinn. Nýr dýralæknir skyldi reyna í þetta sinn. Fékk svo hringinguna - og aftur skaust upp í huga mér að hún væri dáin - hefði bara ekki þolað alla þessa lyfjagjöf og svæfingar... en neinei... sem betur fer þá var allt í orden - nema hvað þessi blessaði hægri eggjastokkur er ekkert að finnast og ekkert hægt að gera í því. Reyndar fannst ekki heldur hægra nýrað á henni - svo doksi sagði að hún væri bara svona vinstrisinnuð og spes - ekkert við þessu að gera en hún hefði ágætis möguleika á að lifa eðlilegu lífi - þannig séð. Doksi bauðst til að gefa henni sprautu sem virkaði líkt og pillan - en það sem það hefur auknar líkur á krabbameini í för með sér þá afþakkaði ég það. Alveg komið nóg af lyfjum og ógeði í bili - við verðum bara að þola það að hún liggi undir einhverjum pörupiltum í hverfinu - held bara áfram að láta eins og ég þekki hana ekki :-/
Annars var þetta hin rólegasta helgi og fór lítið fyrir Júróvisjón djammi - enda loftið að mestu farið úr þessari blöðru fyrst Sylvía komst ekki áfram - ætla aldrei til Aþenu eða Grikklands yfirhöfuð - dónar allt saman sem kunna ekki að taka djóki... grrrr....