Andrés ó elsku Andrés...
Síðasti vinnudagurinn minn hjá Eddunni í dag - gerði Andrés með Rós sem er að taka við honum af mér og gekk það barasta ljómandi vel en mér líður reyndar eins og ég hafi látið barnið mitt frá mér til ættleiðingar... veit af því í góðum höndum en get lítið skipt mér af í framtíðinni. Ætlaði að aldeilis fá mér afslöppun og rólegheit eftir vinnu í dag, en hafði skellt í mig einu glasi af Herbaltei seinnipartinn og get því ekki setið kjurr er er líklegast eins og fíkill eftir gott amfetamíntripp... gnísti tönnum og með í maganum :þ
Önnur ástæða til að fagna en systir mín var að kaupa nýjan pikköpp - tek mynd af honum á eftir mammsa og skelli inn svo þú sjáir líka þennan Rauða dreka :-) ...var að hella upp á nýsterkt expressó handa þeim svo ég sé ekki ein um skituna hér á bæ .... hóhóhó...