ok - skal segja það...
Stundum bara verður maður að koma hlutunum frá sér því annars getur maður fengið heilaæxli :þ Magni var ágætur á sviðinu en ekki jafn frábær og 90% af keppendunum í nótt, finnst að hann hefði átt að velja annað lag, það er ekkert rosalega mikil breydd í þessu lagi... rosalega eru þetta góðir keppendur - flest allir búnir að vera í ,,bransanum" í 10-15 ár og búin að gera allskonar shit með fullt af fólki - stundum frægu meira að segja . . . og þarna er Magni okkar. Ég fann alveg Júróvisjonhrollinn læðast eftir bakinu á mér eftir að ég horfði á Kastljósið og þar kynnt undir vonum landans... alveg fínt að upplifa júróvisjónstemmara um sumar :) Ég sá ekki í gær þegar þau fluttu í ,,The Mansjon" en þar kom Magni flottur út - gerði góðan djókara og alles. Það eru nokkrir sem eru áberandi verri en aðrir og vona ég að þeir detti fyrst út - áður en það fer að sverfa til stáls hjá ,,stráknum okkar"... annars gæti ég trúað að hann sé það góður (hlusta ekkert voðalega mikið á þessa hljómsveit sem hann er í) að hann hangi inni langt langt í þáttaröðina. . . vinni jafnvel (lesist með rödd Eyrúnar í Kastljósinu)? Mar veit aldrei?
Horfðum semsé á keppnina með Hróa í gær, en Hrói er einn mesti rokkari sem ég þekki - en núna er ég ógeðslega sybbin og þybbin eftir 5 tíma svefn á tveim dögum. . . held ég klári endursýninguna og fari svo að skríða í koju - ætla víst að henda í eina köku og færa nýju vinnufélögunum mínum í fyrramálið og þarf að vera klár og kát í vinnuni kl. 08 :-)
Og loksins er spáð sól - jibbý!