Einn góður...
Kallinn er að vinna sér inn fyrir dinnernumn í kvöld með pókerspili, svo ég get ekki sagt honum þennan fyndna brandara sem ég heyrði í dag í vinnuni minni;
Drengur einn sem bjó með foreldrum sínum á sveitabæ vestur í landi, fór að skima í kringum sig eftir vænlegu kvonfangi. Hann kom auga á eina einkar efnilega í þeim efnum, innar í dalnum. Fljótlega eftir að þau fóru að fella hugi saman þá kom faðirinn til piltsins og bað hann lengstra orða að hætta að hitta hana...
,,ég var mikið með annan fótinn á þessum slóðum á sínum tíma..."
Drengurinn fór með tá í augum (*já,
tá - hann hafði það fyrir sið þegar hann var sorgmæddur að troða tánum í hvarma sína* (innsk.bloggara) heim og huxaði sinn gang. Síðar fór eðlið að hreiðra um sig á ákveðnum stað og pilturinn fór að skima í kringum sig eftir öðru kvonfangi. Nokkru síðar kom hann auga á eina sem var alveg tilvalin, rjóðar kinnar og ávalar línur. Bjó stúlka þessi í næstu sveit og fóru þau að fella hugi saman. Faðir piltsins kemur að máli við hann nokkru síðar og biður drenginn lengstra ráða að hætta að hitta þessa stúlku...
,,ég var tíður gestur í þessari sveit á sínum tíma..."
Drengurinn fór að skeggræða þetta við föður sinn og tjáði honum vonbrigði sín... heyrist þá í mömmsu gömlu...
,,Blessðaður hafðu ekki áhyggjur af þessu... hann er ekkert pabbi þinn"
Mæðginin hress á árshátíð lopapjónakvenna 2004