Jæja, Sæja Pæja...
Þvílíka bloggletin sem hefur hreiðrað um sig hér hjá mér... þetta veður fer svo í sköpin á manni að mar vill bara vera undir teppi, með kertaljós og fallegt fjós... Mamma kerlingin skellti sér til Danmerkur í viku - í smá afslöppun og frí frá daglegu amstri, en það getur líka verið erfitt að vera ellismellur og huxa um annan ellismell :-) Hún er búin að hafa það gott, skilst mér - annars fæ ég alla ferðasöguna á sunnudaginn... svolítið skrýtið að síminn hringi ekki daglega eftir kvöldmat ... engin mamma til að athuga með hvernig dagurinn var hjá okkur... en í staðinn bjalla ég austur til að athuga með hvernig gangi með Kolla minn... og sendi henni öpdeit á því :) Annars er lítið að frétta héðan úr Árbænum, ég er að fara að Ganga til góðs á morgun eftir morgunSkvassið mitt með Sif. Alli er orðin svo mikil gelgja að hann nennir ekki að fara... held að hann hafi gott af því að fá ekki að borða og njóta ástúðar í einhvern tíma... hann fer líka í heimavistarskóla um leið og færi gefst... ofalið þetta unglingslið hér á landi...
Svo skitum við alveg upp á bakið á okkur á miðvikudaginn... eins og vanalega þegar íslenska þjóðin keppir í einhverjum íþróttum... en Magni stendur sig vel... hvenær ætlum við að hætta þessu íþróttarugli og fara að flytja út íslenska menningu og listir af einhverju ráði?
Owell... best að halda áfram að vera með lægð í sköpunum á sér... :/
P.s. Elsku Bóbó - nenniru að senda mér heimiliafangið ykkar? Endilega láttu fylgja með ef yður fýsir í Orabaunir eða lakkrís... lauma því þá með :)