Tjak fjyrir mig, tjæra Memento fólk!

Frábærri ferð til Færeyja lokið í ótrúlega skemmtilegu föruneyti - takk fyrir að leyfa mér að koma með - þetta var svo sannarlega gaman! Myndir komnar
hingaðAnnars er lítið í fréttum, ég tók jú eldhúsinnréttinguna og lakkaði upp á nýtt og er stefnan tekin á eitthvað geypride djamm í kvöld - þeim er víst öllum hleypt niður laugaveginn einu sinni á ári og ætli mar verði ekki að kíkja á stemmarann :) Neinei, smá spaugerý. Annars var ég einu sinni stimpluð lessa af fjölskyldunni (þetta var fyrir tíma viðhengis míns), en ég og Ásta Kristín kíktum á eina af fyrstu skrúðgöngunum og vorum að fylgjast með skemmtiatriðunum niður á torgi og tók einhver mynd af fólksfjöldanum og fókusinn á okkur - svo kom þessi mynd í bók sem Forlagið að mig minnir gaf út og var hún flennistór og er skemmst frá því að segja að allir ættingjar mínir hættu all snarlega að spurja í fjölskylduboðum hvort ég væri ekki eitthvað að deita... fólk bara talaði um veðrið eða eitthvað annað með snúð á vör...